Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   fös 21. mars 2014 21:13
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guðmundsson hættur í HK (Staðfest)
„Gleðin er því miður farin"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson er hættur að leika með HK en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net.

Tryggvi lék fyrri hálfleikinn í 10-1 tapi HK gegn FH í Lengjubikarnum fyrr í kvöld. Hann er samningslaus og hefur nú ákveðið að hætta hjá félaginu.

,,Ég var búinn að segja við sjálfan mig og jafnvel út á við að ég ætlaði að halda áfram í fótbolta á meðan þetta væri skemmtilegt," sagði Tryggvi við Fótbolta.net í dag.

,,Síðustu vikur og leikir hafa ekki verið skemmtilegir og gleðin er því miður farin. Þá er engum greiðum gerður að halda áfram, hvorki fyrir mig né klúbbinn. Ég hef því ákveðið að hætta hjá HK en ég er ekkert endilega hættur í fótbolta."

,,Þetta er búið að blunda í mér í einhvern smá tíma. Það var alltaf svolítið spennandi að spila í 1. deild 40 ára gamall en síðustu leikir hafa verið skelfilega leiðinlegir ef ég á að vera hreinskilinn."


Tryggvi verður fertugur í sumar en hann hjálpaði HK að vinna 2. deildina í fyrra eftir að hafa komið til félagsins frá Fylki um mitt sumar.

,,Það var gaman að taka þátt í þessu með HK í fyrra og hjálpa þeim að komast upp í 1. deildina en síðustu vikur og leikir hafa ekki verið jafn skemmtilegir," sagði Tryggvi.

Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi á Íslandi en hann lék lengi með uppeldisfélagi sínu ÍBV sem og FH. Þá á hann einnig að baki 42 landsleiki en hann skoraði í þeim tólf mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner