
Íslenska landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir framlengdi í gær samning sinn við Val til næstu tveggja ára.
Elísa, sem er 31 árs gömul. kom til Vals frá Kristianstad árið 2016 en hún hefur á þeim tíma þrisvar sinnum unnið deildina og bikarinn einu sinni.
Eyjakonan hefur borið fyrirliðaband Vals síðustu tvö tímabil og gerði það meðal annars þegar liðið vann tvöfalt á síðasta ári og er nú ljóst að hún verður áfram hjá liðinu.
Valur sendi frá sér tilkynningu í gær en þar kom fram að hún væri búin að skrifa undir nýjan tveggja ára samning.
Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Val enda er hún með bestu leikmönnum deildarinnar.
Hún á 143 leiki og 7 mörk í efstu deild ásamt því að hafa spilað 49 A-landsleiki.
Athugasemdir