Þróttur R. 2 - 2 Breiðablik
1-0 Katherine Amanda Cousins ('11 , víti)
2-0 Elín Helena Karlsdóttir ('77 , sjálfsmark)
2-1 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('80 )
2-2 Samantha Rose Smith ('90 )
Lestu um leikinn
Önnur umferð Bestu deildar kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu titilvörnina með stórsigri á Stjörnunni í fyrstu umferð en sá leikur lauk með 6-1 sigri Blika.
1-0 Katherine Amanda Cousins ('11 , víti)
2-0 Elín Helena Karlsdóttir ('77 , sjálfsmark)
2-1 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('80 )
2-2 Samantha Rose Smith ('90 )
Lestu um leikinn
Önnur umferð Bestu deildar kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Íslandsmeistarar Breiðabliks hófu titilvörnina með stórsigri á Stjörnunni í fyrstu umferð en sá leikur lauk með 6-1 sigri Blika.
Breiðablik heimsótti Þrótt í kvöld sem lagði nýliða Fram í fyrstu umferð. Blikar fengu fyrsta færi leiksins á 9. mínútu en Berglind Björg Þorvaldsdóttir stýrði boltanum framhjá.
Stuttu síðar fékk Þróttur vítaspyrnu eftir að Þórdís Elva skaut boltanum í höndina á Samönthu Smith. Katie Cousins steig á punktinn, Katherine Devine valdi rétt horn en örugg spyrna Katie fór í netið.
Undir lok fyrri hálfleiks fengu Þróttarar tvö tækifæri til að bæta metin. Fyrst björguðu Blikar á línu og síðan skoraði Freyja Karín en markið dæmt af vegna rangstöðu.
Blikar sýndu klærnar í upphafi seinni hálfleiks en Þróttarar voru með völd á leiknum og komust verðskuldað í tveggja marka forystu þegar Elín Helena Karlsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Heiða Ragney Viðarsdóttir minnkaði muninn.
Samantha Smith bjargaði stigi fyrir Breiðablik undir lokin þegar hún skoraði frábært mark eftir að hafa leikið á varnarmenn Þróttar.
Stjarnan 2 - 6 Víkingur R.
0-1 Linda Líf Boama ('14 )
0-2 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('19 )
0-3 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('25 )
1-3 Hrefna Jónsdóttir ('28 )
1-4 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('50 )
1-5 Erna Guðrún Magnúsdóttir ('64 )
2-5 Jessica Ayers ('80 )
2-6 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('82 )
Lestu um leikinn
Stjarnan hefur fengið á sig tólf mörk í fyrstu tveimur leikjunum eftir tap gegn Víkingi í kvöld.
Linda Líf Boama kom Víkingum yfir eftir stundafjórðung þegar hún skoraði með glæsilegu skoti og boltinn fór í bláhornið. Stuttu síðar bætti Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir við öðru marki og skoraði svo þriðja markið eftir 25 mínútna leik.
Hrefna Jónsdóttir náði að minnka muninn eftir frábæra skyndisókn. Staðan orðin 3-1 eftir hálftíma leik. Víkingsstelpurnar voru ekki hættar því þær skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik, Áslaug Dóra bætti við sínu þriðja marki og sjötta marki Víkinga undir lok leiksins en stuttu áður hafði Jessica Ayers lagað stöðuna fyrir Stjörnuna.
Fram 0 - 2 FH
0-1 Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('38 )
0-2 Maya Lauren Hansen ('71 )
Lestu um leikinn
FH gerði markalaust jafntefli gegn Val í fyrstu umferð en liðið nældi í sinn fyrsta sigur þegar FH lagði Fram í kvöld.
Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom FH yfir undir lok fyrri háflleiks eftir laglega skyndisókn.
FH var með öll völd á vellinum en fyrsta færi Fram kom eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Lily Farkas átti skot fyrir utan teiginn en boltinn fór naumlega framhjá.
Maya Hansen innsiglaði sigur FH með marki þegar um 20 mínútur voru til loka leiksins.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór/KA | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 2 | +4 | 6 |
2. Breiðablik | 2 | 1 | 1 | 0 | 8 - 3 | +5 | 4 |
3. Þróttur R. | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 - 3 | +2 | 4 |
4. FH | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 0 | +2 | 4 |
5. Valur | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 0 | +2 | 4 |
6. Víkingur R. | 2 | 1 | 0 | 1 | 7 - 6 | +1 | 3 |
7. Tindastóll | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
8. FHL | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 - 3 | -3 | 0 |
9. Fram | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 5 | -4 | 0 |
10. Stjarnan | 2 | 0 | 0 | 2 | 3 - 12 | -9 | 0 |
Athugasemdir