Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
banner
   sun 22. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City mætir Arsenal er taplausu liðin fjögur kljást
Erling Haaland er kominn með 9 mörk í 4 leikjum á nýju úrvalsdeildartímabili.
Erling Haaland er kominn með 9 mörk í 4 leikjum á nýju úrvalsdeildartímabili.
Mynd: EPA
Kai Havertz er markahæstur í liði Arsenal á deildartímabilinu, með 2 mörk.
Kai Havertz er markahæstur í liði Arsenal á deildartímabilinu, með 2 mörk.
Mynd: Getty Images
Það fara tveir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Brighton tekur á móti Nottingham Forest í spennandi slag áður en einn eftirvæntasti leikur tímabilsins fer af stað.

Þar eiga Englandsmeistararnir í stórliði Manchester City heimaleik gegn Arsenal, sem hafa verið þeirra helstu keppinautar í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö tímabil.

Nathan Aké og Oscar Bobb eru fjarverandi úr liði Man City vegna meiðsla og þá er Kevin De Bruyne tæpur. Arsenal er án Mikel Merino, Martin Ödegaard, Oleksandr Zinchenko, Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney.

Arsenal hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna á síðustu leiktíð, þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í Manchester eftir að Arsenal hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli í október í fyrra.

Man City rúllaði þó yfir Arsenal leiktíðina þar á undan, 7-2 samanlagt.

City er með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðir deildartímabilsins á meðan Arsenal er með tíu stig eftir að hafa gert jafntefli við Brighton í þriðju umferð.

Brighton og Nottingham Forest hafa bæði farið vel af stað og eru jöfn með 8 stig eftir 4 umferðir.

Til gamans má geta að þau fjögur lið sem mæta til leiks í dag eru einu liðin í úrvalsdeildinni sem eru enn taplaus.

Leikir dagsins:
13:00 Brighton - Nott. Forest
15:30 Man City - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
2 Man City 4 4 0 0 11 3 +8 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
5 Arsenal 4 3 1 0 6 1 +5 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 4 2 2 0 6 2 +4 8
8 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
9 Nott. Forest 4 2 2 0 4 2 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner