Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   sun 22. september 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrra mark KA skráð sem sjálfsmark
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KA varð bikarmeistari í fyrsta sinn þegar liðið sigraði Víking R. á Laugardalsvelli í gær.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

Fyrsta mark leiksins kom á 37. mínútu og var ansi skrautlegt, þar sem boltinn lak inn eftir mikinn atgang við marklínu Víkinga eftir hornspyrnu.

Markið var upprunalega skráð á Ívar Örn Árnason, þó að Viðar Örn Kjartansson og Rodri hafi einnig verið taldir mögulegir markaskorarar. Eftir nánari athugun hefur KSÍ þó úrskurðað að Oliver Ekroth, varnarmaður Víkings, gerði sjálfsmark.

   21.09.2024 17:09
Hver skoraði eiginlega mark KA?


Lokatölur urðu 2-0 eftir að Dagur Ingi Valsson kom inn af bekknum í uppbótartíma og innsiglaði sigur Akureyringa á 99. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner