Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   sun 22. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Inter og Milan mætast á San Siro
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag og má búast við miklu fjöri og mikilli baráttu.

Fiorentina tekur á móti Lazio í fyrsta leik dagsins þar sem tvö sterk lið mætast. Bæði þessi lið stefna á Evrópusæti í lok tímabilsins og því má búast við hörkuslag. Albert Guðmundsson er á mála hjá Fiorentina en hefur misst af upphafi tímabilsins vegna meiðsla.

Monza tekur svo á móti Bologna eftir hádegi, áður en Roma fær Udinese í heimsókn í fyrsta leiknum undir stjórn Ivan Juric, fyrrum þjálfara Torino.

Að lokum er komið að stórleik dagsins þegar Inter og AC Milan eigast við í nágrannaslag á San Siro.

Ítalíumeistarar Inter eru taplausir með 8 stig eftir 4 umferðir, á meðan Milan er aðeins komið með 5 stig.

Leikir dagsins:
10:30 Fiorentina - Lazio
13:00 Monza - Bologna
16:00 Roma - Udinese
18:45 Inter - Milan
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Torino 5 3 2 0 8 5 +3 11
2 Napoli 5 3 1 1 9 4 +5 10
3 Udinese 4 3 1 0 7 4 +3 10
4 Juventus 5 2 3 0 6 0 +6 9
5 Empoli 5 2 3 0 5 2 +3 9
6 Inter 4 2 2 0 9 3 +6 8
7 Lazio 4 2 1 1 8 6 +2 7
8 Verona 5 2 0 3 8 8 0 6
9 Atalanta 4 2 0 2 8 8 0 6
10 Milan 4 1 2 1 9 6 +3 5
11 Parma 5 1 2 2 8 9 -1 5
12 Genoa 5 1 2 2 4 7 -3 5
13 Lecce 5 1 2 2 3 8 -5 5
14 Venezia 5 1 1 3 3 8 -5 4
15 Fiorentina 4 0 3 1 5 6 -1 3
16 Monza 4 0 3 1 3 4 -1 3
17 Roma 4 0 3 1 2 3 -1 3
18 Bologna 4 0 3 1 4 7 -3 3
19 Como 4 0 2 2 3 7 -4 2
20 Cagliari 5 0 2 3 1 8 -7 2
Athugasemdir
banner
banner
banner