Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   sun 22. september 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Áhorfendum fjölgaði í Bestu deildinni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KSÍ greinir frá aukningu á áhorfendafjölda á leikjum í fyrri hluta Bestu deildar karla frá því í fyrra.

Í fyrrasumar mættu að meðaltali 843 manns á hvern leik í fyrri hluta Bestu deildarinnar, en í ár hækkaði talan um tæplega 30 manns á leik - eða upp í 871 manns á leik að meðaltali.

Alls sóttu 114.935 manns leikina 132 sem fóru fram í sumar.

Flestir áhorfendur horfðu á heimaleiki Breiðabliks og KR en mesta aðsóknin kom á stórleik Breiðabliks gegn Víkingi R. á Kópavogsvelli. Þar mættu 2215 manns til að horfa á 1-1 jafntefli í toppbaráttunni.

Það mættu 2170 manns á heimaleik KR gegn Víkingi R. fyrir rúmri viku síðan, sem Víkingar unnu 0-3. Þá mættu 2107 áhorfendur á Meistaravelli til að horfa á Breiðablik leggja KR að velli 3-2 í lok apríl, sem er einum áhorfanda minna (2108) heldur en mætti á heimaleik Víkings R. gegn Breiðabliki viku fyrr - þar sem Víkingur vann frábæran 4-1 sigur.
Athugasemdir
banner
banner