Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   sun 22. september 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Trent í þriðja sæti yfir stoðsendingar í úrvalsdeildarsögu Liverpool
Mynd: EPA
Bakvörðurinn knái Trent Alexander-Arnold átti stoðsendingu í flottum sigri Liverpool gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hann er þar með búinn að gefa 59 stoðsendingar á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni, sem gerir hann að þriðja stoðsendingahæsta leikmanni í úrvalsdeildarsögu Liverpool.

Alexander-Arnold er aðeins 25 ára gamall og hefur framtíðina fyrir sér, en aðeins Steven Gerrard og Mohamed Salah hafa gefið fleiri stoðsendingar heldur en hann í úrvalsdeildarsögu Liverpool.

Alexander-Arnold gaf flestar stoðsendingar tímabilið 2019-20, eða 13 tyalsins, en tókst einnig að gefa 12 stoðsendingar tímabilin 2018-19 og 2021-22.

Hann gaf aðeins fjórar stoðsendingar á síðustu leiktíð en er nú þegar kominn með eina stoðsendingu á nýju tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner