Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   sun 22. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Spenna í Bestu deildunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera á lokahnykk íslenska deildartímabilsins og fara sex mikilvægir leikir fram í dag og í kvöld.

Bestu deild karla hefur verið skipt í tvennt og eiga KR og Fram heimaleiki gegn Vestra og Fylki í fallbaráttunni.

Fram er sem stendur í mjög góðri stöðu í fallbaráttunni, níu stigum fyrir ofan fallsæti, en KR er aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Vestri og Fylkir eru aftur á móti liðin í fallsætunum tveimur og þurfa helst sigra í dag.

Það er mikil spenna í Bestu deild kvenna þar sem aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildartímabilinu og eru Breiðablik og Valur í harðri titilbaráttu eins og oft áður.

Þau eiga bæði heimaleiki í dag, þar sem Valur tekur á móti FH á meðan Breiðablik fær Þór/KA í heimsókn frá Akureyri.

Keflavík og ÍR eigast svo við í undanúrslitum í umspili Lengjudeildar karla um síðasta lausa sætið í Bestu deildinni á næsta ári, en Keflavík er í frábærri stöðu eftir þægilegan sigur með þriggja marka mun í fyrri leiknum í Breiðholti.

Að lokum spilar Einherji við Hauka í úrslitakeppni 2. deildar kvenna, en Haukar hafa þegar tryggt sér toppsæti deildarinnar á meðan Einherji siglir lygnan sjó.

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KR - Vestri (Meistaravellir)
19:15 Fram - Fylkir (Lambhagavöllurinn)

Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 Valur-FH (N1-völlurinn Hlíðarenda)
14:00 Breiðablik-Þór/KA (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild karla - Umspil
14:00 Keflavík-ÍR (HS Orku völlurinn)

2. deild kvenna - A úrslit
14:00 Einherji-Haukar (Vopnafjarðarvöllur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
2.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
3.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
4.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
5.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
6.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 20 18 0 2 54 - 10 +44 54
2.    Valur 20 17 2 1 50 - 17 +33 53
3.    Þór/KA 20 10 3 7 41 - 29 +12 33
4.    Víkingur R. 21 9 6 6 32 - 34 -2 33
5.    Þróttur R. 21 7 4 10 26 - 33 -7 25
6.    FH 20 8 1 11 30 - 40 -10 25
2. deild kvenna - A úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 18 15 2 1 79 - 24 +55 47
2.    KR 19 13 3 3 64 - 22 +42 42
3.    Völsungur 19 13 3 3 59 - 18 +41 42
4.    ÍH 20 8 3 9 63 - 48 +15 27
5.    Einherji 18 7 3 8 33 - 34 -1 24
Athugasemdir
banner
banner
banner