Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. september
FA Cup
Sporting Khalsa 2 - 3 Hereford
Deildabikarinn
Barnsley 0 - 6 Brighton
Burnley 1 - 2 Cardiff City
Fulham 1 - 0 Cambridge United
Lincoln City 1 - 2 Chelsea
Wigan 0 - 2 Wycombe
Wolves 2 - 0 Everton
Wrexham 2 - 0 Reading
Liverpool 2 - 1 Southampton
Frauen
Bayern W 4 - 0 Freiburg W
Carl Zeiss Jena W 1 - 2 Union Berlin W
Vináttuleikur
Mexico U-20 2 - 3 Colombia U-20
Australia U-20 - Nigeria U-20 - 16:00
Bikarkeppni
Cagliari 4 - 1 Frosinone
Udinese 2 - 1 Palermo
Milan 3 - 0 Lecce
La Liga
Espanyol 2 - 2 Valencia
Sevilla 1 - 2 Villarreal
Athletic 1 - 1 Girona
Levante 1 - 4 Real Madrid
mán 23.apr 2018 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 3. sæti: Stjarnan

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Stjarnan endi í 3. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Stjarnan endar í 3. sæti ef spáin rætist.

Guðjón Baldvinsson framherji Stjörnunnar.
Guðjón Baldvinsson framherji Stjörnunnar.
Mynd/Raggi Óla
Daníel Laxdal er harður í horn að taka í vörninni.
Daníel Laxdal er harður í horn að taka í vörninni.
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Haraldur Björnsson.
Markvörðurinn Haraldur Björnsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson fyrirliði.
Baldur Sigurðsson fyrirliði.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson.
Vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn fagna marki.
Stjörnumenn fagna marki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson.
Varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. Stjarnan 67 stig
4. KA 60 stig
5. KR 58 stig
6. Breiðablik 55 stig
7. Grindavík 43 stig
8. Fjölnir 23 stig
9. ÍBV 21 stig
10. Fylkir 19 stig
11. Víkingur R. 18 stig
12. Keflavík 15 stig

Um liðið: Stjarnan hefur fest sig í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni undanfarin ár. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti 2014 og undanfarin tvö ár hefur 2. sætið í deildinni orðið niðurstaðan.

Þjálfari - Rúnar Páll Sigmundsson Rúnar Páll er fyrrum leikmaður Stjörnunnar og öllum hnútum kunnugur hjá félaginu. Hann er nú að sigla inn í fimmta tímabil sitt með liðinu. Rúnar er með nýja aðstoðarmenn sér við hlið en Jón Þór Hauksson og Veigar Pál Gunnarsson eru mættir eftir að Brynjar Björn Gunnarsson og Davíð Snorri Jónasson fóru í önnur störf.

Beinskeyttur sóknarleikur

Styrkleikar: Stjarnan hefur haldið sama kjarnanum í leikmannahópnum í góðan tíma og leikmenn þekkja hvorn annan inn og út. Stjarnan skoraði flest mörk allra liða í Pepsi-deildinni í fyrra en beinskeyttur leikstíll liðsins hefur skilað góðum árangri. Stjarnan hefur undanfarin ár verið með öflugt lið í föstum leikatriðum en Hilmar Árni Halldórsson hefur átt eitraðar spyrnur sem stórir og sterkir leikmenn Garðabæjarliðsins hafa unnið úr.

Veikleikar: Stjarnan ákvað að gera lítið á leikmannamarkaðinum í vetur og spurning er hvort liðið hefði þurft að bæta meira í fyrir titilbaráttuna. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði ellefu mörk og var mikilvægur í uppspilinu. Skarð hans í liðinu verður vandfyllt. Stjarnan gerði átta jafntefli í fyrra og liðið þarf að ná að kreista út fleiri sigra í jöfnum leikjum til að fara alla leið í sumar.

Lykilmenn: Hilmar Árni Halldórsson og Guðjón Baldvinsson. Hilmar Árni hefur verið mjög drjúgur hjá Stjörnunni síðan hann kom frá Leikni R. Skoraði tíu mörk í fyrra og lagði upp fleiri til viðbótar.

Gaman að fylgjast með: Sölvi Snær Fodilsson er 16 ára miðjumaður sem hefur komið mikið við sögu á undirbúningstímabilinu. U17 ára landsliðsmaður sem gæti fengið eldskírn sína í Pepsi-deildinni í sumar.

Spurningamerkið: Stjarnan hefur stimplað sig inn í toppbaráttuna undanfarin ár. Spurningin er hvort liðið geti náð stemningu og stöðugleika til að taka næsta skref og endurtaka Íslandsmeistaratitilinn 2014.

Völlurinn: Stjarnan varð fyrsta félagið í efstu deild á Íslandi til að leika alla heimaleiki sína á gervigrasi og það sama er uppi á teningnum í ár. Búið er að leggja nýtt gervigras á Samsung völlinn og fyrsti leikurinn á því grasi er í 1. umferðinni gegn Keflavík á föstudag. Fín stemning myndast á Stjörnutorginu fyrir utan stúkuna fyrir leik og það er gaman að mæta á völlinn í Garðabæ.

„Ætlum að fara eins langt og hægt er"

Þjálfarinn segir - Rúnar Páll Sigmundsson
„Þetta kemur ekkert á óvart miðað við hvað önnur lið hafa gert í vetur í leikmannamálum. Síðastliðin ár hefur okkur verið spáð 4-5. sæti og þetta kemur ekki á óvart. Við ætlum að gera betur en þetta, það er nokkuð ljóst. Við höfum verið tvö ár í röð í 2. sæti og viljum ná lengra. Við teljum okkur vera með gott lið og góðan hóp og ætlum að fara eins langt og hægt er í þessu móti. Það hefur verið mikill stöðugleiki í leikmannahópnum okkar og við erum með öfluga liðsheild. Það er okkar styrkleiki."

Komnir:
Guðjón Orri Sigurjónsson frá Selfossi
Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá Víkingi Ó.
Þorsteinn Már Ragnarsson frá Víkingi Ó.

Farnir:
Ágúst Leó Björnsson í ÍBV
Dagur Austmann Hilmarsson í ÍBV
Hólmbert Aron Friðjónsson í Álasund
Máni Austmann Hilmarsson í ÍR
Ólafur Karl Finsen í Val

Sjá einnig:
Hin Hliðin - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Brynjar Gauti og Jói Lax: Menn misharðir í grillveislum í sveitinni

Leikmenn Stjörnunnar sumarið 2018:
Haraldur Björnsson 1
Brynjar Gauti Guðjónsson 2
Jósef Kristinn Jósefsson 3
Jóhann Laxdal 4
Óttar Bjarni Guðmundsson 5
Þorri Geir Rúnarsson 6
Guðjón Baldvinsson 7
Baldur Sigurðsson 8
Daníel Laxdal 9
Hilmar Árni Halldórsson 10
Þorsteinn Már Ragnarsson 11
Heiðar Ægisson 12
Terrance William Dieterich 13
Hörður Árnason 14
Ævar Ingi Jóhannesson 16
Kristófer Konráðsson 17
Sölvi Snær Fodilsson 18
Eyjólfur Héðinsson 20
Guðmundur Steinn Hafsteinsson 22
Guðjón Orri Sigurjónsson 23
Páll Hróar Helgason 25
Alex Þór Hauksson 29
Jón Alfreð Sigurðsson 31
Kári Pétursson 30
Jón Arnar Barðdal 32

Leikir Stjörnunnar 2018:
27.apríl Stjarnan - Keflavík
6.maí KR - Stjarnan
14.maí Stjarnan - Víkingur R.
18.maí Valur - Stjarnan
22.maí Stjarnan - Fylkir
27.maí Stjarnan - Grindavík
3.júní Breiðablik - Stjarnan
10.júní Stjarnan - Fjölnir
14.júní KA - Stjarnan
19.júní Stjarnan - ÍBV
2.júlí FH - Stjarnan
7.júlí Keflavík - Stjarnan
22.júlí Stjarnan - KR
29.júlí Víkingur R. - Stjarnan
8.ágúst Stjarnan Valur
12.ágúst Fylkir - Stjarnan
19.ágúst Grindavík - Stjarnan
27.ágúst Stjarnan - Breiðablik
2.september Fjölnir - Stjarnan
16.september Stjarnan - KA
23.september ÍBV - Stjarnan
29.september Stjarnan - FH

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson og Tryggvi Guðmundsson.
Athugasemdir