fös 20.apr 2018 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 4. sæti: KA
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að KA endi í 4. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. KA endar í 4. sæti ef spáin rætist.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. KA 60 stig
5. KR 58 stig
6. Breiðablik 55 stig
7. Grindavík 43 stig
8. Fjölnir 23 stig
9. ÍBV 21 stig
10. Fylkir 19 stig
11. Víkingur R. 18 stig
12. Keflavík 15 stig
Um liðið: KA kom af krafti upp í Pepsi-deildina í fyrra eftir að hafa unnið Inkasso-deildina 2016. Metnaðurinn er mikill á Akureyri og eftir 7. sæti í fyrra þá er markið sett hærra hjá KA í ár.
Þjálfari - Srdjan Tufegdzic Serbinn Túfa kom hingað til lands upphaflega sem leikmaður í KA árið 2006. Hann fór svo að starfa við þjálfun í yngri flokkum félagsins þar sem af honum fór afskaplega gott orð. KA-menn réðu hann sem aðstoðarþjálfara þegar Bjarni Jóhannsson tók við. Túfa var svo ráðinn aðalþjálfari þegar Bjarni lét af störfum í ágúst 2015. Árið 2016 náði Túfa að koma KA upp og í fyrra endaði liðið í 7. sæti í Pepsi-deildinni undir hans stjórn.
Styrkleikar: KA hefur náð að halda sterkum kjarna síðan í fyrra og bætt öflugum leikmönnum við. Liðið hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu og náð að spila sig vel saman. Metnaðurinn hjá KA er mikill og mikið lagt í sölurnar. Stemningin hjá félaginu er góð og uppgangurinn verið mikill undanfarin ár. Varnarleikur liðsins verður væntanlega vel skipulagður með miðverðina reyndu Hallgrím og Guðmann í broddi fylkingar.
Veikleikar: Stöðugleika vantaði í lið KA í fyrra til að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna og það er eitthvað sem liðið þarf að bæta í ár ef það ætlar sér stærri hluti. Töpuðu mikilvægum stigum á móti liðum í neðri hlutanum í fyrra og þurfa að gera mikið betur í þeim leikjum. Fyrir utan byrjunarliðið hjá KA er reynslan ekki mikil og óreyndir leikmenn þurfa að stíga upp ef meiðsli og leikbönn koma upp.
Lykilmenn: Hallgrímur Jónasson og Guðmann Þórisson. Líklega öflugasta miðvarðapar deildarinnar. Reynslumklir og góðir.
Gaman að fylgjast með: Daníel Hafsteinsson er ungur og efnilegur miðjumaður sem hefur fengið fleiri tækifæri eftir að Almarr Ormarsson fór í Fjölni í vetur. Gæti fengið fullt af mínútum í sumar.
Spurningamerkið: Uppgangurinn hefur verið hraður hjá KA undanfarið ár og stóra spurningamerkið er hvort að liðið sé núna klárt í að blanda sér í toppbaráttuna af fullum krafti eða hvort það vanti ennþá eitthvað upp á.
Völlurinn: KA spilar á Akureyrarvelli sem er með stúku sem tekur 715 manns í sæti. Fín stemning var á leikjum liðsins í fyrra þar sem stuðningsmannasveitin Schiötarar stjórnaði fjörinu. Framtíðarhugsun félagsins er þó að eignast heimavöll á sínu félagssvæði og munu KA-menn spila þar í framtíðinni, að öllum líkindum á gervigrasi.
Þjálfarinn segir - Srdjan Tufegdzic
„Þetta kemur bæði og á óvart. Miðað við gengi KA undanfarin ár og spilamennskuna í vetur þá kemur þetta ekki á óvart. Veruleikinn er sá að við erum með miklar leikmannabreytingar sem hefur ekki verið undanfarin tvö ár eftir að ég tók við liðinu. Það eru tíu farnir, þar af fimm úr byrjunarliðinu. Það eru 5 nýir komnir inn og einn af þeim er illa meiddur. Meirihlutinn af hópnum er strákar fæddir 1997 og yngri. Okkar markmið er að verða stabíll úrvalsdeildarklúbbur og búa til leikmenn á næstu mánuðum og árum sem geta haldið áfram þessum uppgangi sem hefur verið hjá okkur undanfarin ár. Ég og leikmenn mínir erum þannig karakterar að ætlum að reyna að gera betur en í fyrra."
Komnir:
Bjarni Mark Antonsson frá Kristianstad
Cristian Martinez frá Víkingi Ó.
Hallgrímur Jónasson frá Lyngby
Milan Joksimovic frá FC Gorodeya
Sæþór Olgeirsson frá Völsungi
Farnir:
Almarr Ormarsson í Fjölni
Aron Dagur Birnuson í Vöslung á láni
Bjarki Þór Viðarsson í Þór
Darko Bulatovic til Serbíu
Davíð Rúnar Bjarnason í Magna
Emil Lyng til Dundee
Srdjan Rajkovic hættur
Vedran Turkalj
Sjá einnig:
Elfar Árni og Hrannar - Bjuggust aldrei við að spila með KA
Hin Hliðin - Ólafur Aron Pétursson
Leikmenn KA sumarið 2018:
1. Aron Dagur Birnuson
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Guðmann Þórisson
6. Hallgrímur Jónasson
7. Hjörvar Sigurgeirsson
8. Steinþór Freyr Þórsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
12. Milan Joksimovic
14. Andri Snær Sævarsson
16. Brynjar Ingi Bjarnasson
17. Ýmir Már Geirsson
18. Aron Elí Gíslason
21. Ívar Örn Arnasson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Srdjan Rajkovic
24. Daníel Hafsteinsson
25. Archange Nkumu
27. Angantýr Máni Gautason
28. Sæþór Olgeirsson
29. Bjarni Aðalsteinsson
30. Cristian Martinez
35. Frosti Brynjólfsson
49. Áki Sólvason
55. Aleksandar Trninic
75. Tómas Veigar Eiríksson
Leikir KA 2018:
28. apríl Fjölnir - KA
6. maí Fylkir - KA
12. maí KA - ÍBV
17. maí FH - KA
21. maí KA - Keflavík
27. maí KR - KA
3. júní KA - Víkingur R.
9. júní Valur - KA
14. júní KA - Stjarnan
1. júlí KA - Breiðablik
5. júlí KA - Fjölnir
12. júlí Grindavík - KA
22. júlí KA - Fylkir
29. júlí ÍBV - KA
8. ágúst KA - FH
12. ágúst Keflavík - KA
19. ágúst KA - KR
25. ágúst Víkingur R. - KA
2. september KA - Valur
16. september Stjarnan - KA
23. september KA - Grindavík
29. september Breiðablik - KA
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson og Tryggvi Guðmundsson.
1. ?
2. ?
3. ?
4. KA 60 stig
5. KR 58 stig
6. Breiðablik 55 stig
7. Grindavík 43 stig
8. Fjölnir 23 stig
9. ÍBV 21 stig
10. Fylkir 19 stig
11. Víkingur R. 18 stig
12. Keflavík 15 stig
Um liðið: KA kom af krafti upp í Pepsi-deildina í fyrra eftir að hafa unnið Inkasso-deildina 2016. Metnaðurinn er mikill á Akureyri og eftir 7. sæti í fyrra þá er markið sett hærra hjá KA í ár.
Þjálfari - Srdjan Tufegdzic Serbinn Túfa kom hingað til lands upphaflega sem leikmaður í KA árið 2006. Hann fór svo að starfa við þjálfun í yngri flokkum félagsins þar sem af honum fór afskaplega gott orð. KA-menn réðu hann sem aðstoðarþjálfara þegar Bjarni Jóhannsson tók við. Túfa var svo ráðinn aðalþjálfari þegar Bjarni lét af störfum í ágúst 2015. Árið 2016 náði Túfa að koma KA upp og í fyrra endaði liðið í 7. sæti í Pepsi-deildinni undir hans stjórn.
Tekur KA enn eitt skrefið upp á við?
Styrkleikar: KA hefur náð að halda sterkum kjarna síðan í fyrra og bætt öflugum leikmönnum við. Liðið hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu og náð að spila sig vel saman. Metnaðurinn hjá KA er mikill og mikið lagt í sölurnar. Stemningin hjá félaginu er góð og uppgangurinn verið mikill undanfarin ár. Varnarleikur liðsins verður væntanlega vel skipulagður með miðverðina reyndu Hallgrím og Guðmann í broddi fylkingar.
Veikleikar: Stöðugleika vantaði í lið KA í fyrra til að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna og það er eitthvað sem liðið þarf að bæta í ár ef það ætlar sér stærri hluti. Töpuðu mikilvægum stigum á móti liðum í neðri hlutanum í fyrra og þurfa að gera mikið betur í þeim leikjum. Fyrir utan byrjunarliðið hjá KA er reynslan ekki mikil og óreyndir leikmenn þurfa að stíga upp ef meiðsli og leikbönn koma upp.
Lykilmenn: Hallgrímur Jónasson og Guðmann Þórisson. Líklega öflugasta miðvarðapar deildarinnar. Reynslumklir og góðir.
Gaman að fylgjast með: Daníel Hafsteinsson er ungur og efnilegur miðjumaður sem hefur fengið fleiri tækifæri eftir að Almarr Ormarsson fór í Fjölni í vetur. Gæti fengið fullt af mínútum í sumar.
Spurningamerkið: Uppgangurinn hefur verið hraður hjá KA undanfarið ár og stóra spurningamerkið er hvort að liðið sé núna klárt í að blanda sér í toppbaráttuna af fullum krafti eða hvort það vanti ennþá eitthvað upp á.
Völlurinn: KA spilar á Akureyrarvelli sem er með stúku sem tekur 715 manns í sæti. Fín stemning var á leikjum liðsins í fyrra þar sem stuðningsmannasveitin Schiötarar stjórnaði fjörinu. Framtíðarhugsun félagsins er þó að eignast heimavöll á sínu félagssvæði og munu KA-menn spila þar í framtíðinni, að öllum líkindum á gervigrasi.
„Ætlum að reyna að gera betur en í fyrra"
Þjálfarinn segir - Srdjan Tufegdzic
„Þetta kemur bæði og á óvart. Miðað við gengi KA undanfarin ár og spilamennskuna í vetur þá kemur þetta ekki á óvart. Veruleikinn er sá að við erum með miklar leikmannabreytingar sem hefur ekki verið undanfarin tvö ár eftir að ég tók við liðinu. Það eru tíu farnir, þar af fimm úr byrjunarliðinu. Það eru 5 nýir komnir inn og einn af þeim er illa meiddur. Meirihlutinn af hópnum er strákar fæddir 1997 og yngri. Okkar markmið er að verða stabíll úrvalsdeildarklúbbur og búa til leikmenn á næstu mánuðum og árum sem geta haldið áfram þessum uppgangi sem hefur verið hjá okkur undanfarin ár. Ég og leikmenn mínir erum þannig karakterar að ætlum að reyna að gera betur en í fyrra."
Komnir:
Bjarni Mark Antonsson frá Kristianstad
Cristian Martinez frá Víkingi Ó.
Hallgrímur Jónasson frá Lyngby
Milan Joksimovic frá FC Gorodeya
Sæþór Olgeirsson frá Völsungi
Farnir:
Almarr Ormarsson í Fjölni
Aron Dagur Birnuson í Vöslung á láni
Bjarki Þór Viðarsson í Þór
Darko Bulatovic til Serbíu
Davíð Rúnar Bjarnason í Magna
Emil Lyng til Dundee
Srdjan Rajkovic hættur
Vedran Turkalj
Sjá einnig:
Elfar Árni og Hrannar - Bjuggust aldrei við að spila með KA
Hin Hliðin - Ólafur Aron Pétursson
Leikmenn KA sumarið 2018:
1. Aron Dagur Birnuson
2. Bjarni Mark Antonsson
3. Callum Williams
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Guðmann Þórisson
6. Hallgrímur Jónasson
7. Hjörvar Sigurgeirsson
8. Steinþór Freyr Þórsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
12. Milan Joksimovic
14. Andri Snær Sævarsson
16. Brynjar Ingi Bjarnasson
17. Ýmir Már Geirsson
18. Aron Elí Gíslason
21. Ívar Örn Arnasson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Srdjan Rajkovic
24. Daníel Hafsteinsson
25. Archange Nkumu
27. Angantýr Máni Gautason
28. Sæþór Olgeirsson
29. Bjarni Aðalsteinsson
30. Cristian Martinez
35. Frosti Brynjólfsson
49. Áki Sólvason
55. Aleksandar Trninic
75. Tómas Veigar Eiríksson
Leikir KA 2018:
28. apríl Fjölnir - KA
6. maí Fylkir - KA
12. maí KA - ÍBV
17. maí FH - KA
21. maí KA - Keflavík
27. maí KR - KA
3. júní KA - Víkingur R.
9. júní Valur - KA
14. júní KA - Stjarnan
1. júlí KA - Breiðablik
5. júlí KA - Fjölnir
12. júlí Grindavík - KA
22. júlí KA - Fylkir
29. júlí ÍBV - KA
8. ágúst KA - FH
12. ágúst Keflavík - KA
19. ágúst KA - KR
25. ágúst Víkingur R. - KA
2. september KA - Valur
16. september Stjarnan - KA
23. september KA - Grindavík
29. september Breiðablik - KA
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson og Tryggvi Guðmundsson.
Athugasemdir