
„Við töpuðum þessum leik og förum því ekki lengra þetta árið en við reynum að taka með okkur þessa reynslu. Fyrir þessa stráka þá eru þeir ekki vanir að spila á móti svona toppliðum og við svona frábærar aðstæður en við erum reynslunni ríkari og tökum þetta með okkur inn í framhaldið.“ Voru fyrstu orð Óla Stefáns Flóventssonar þjálfara Sindra eftir að lið hans féll úr leik í Mjólkurbikarnum gegn Víkingum sem höfðu 3-0 sigur.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 0 Sindri
Lið Sindra mætti til Reykjavíkur í gær og dvaldist á hóteli í nótt. Var ákveðið að gera bara góða ferð úr þessu fyrir strákanna?
„Já við ákváðum að gera þetta svolítið jákvætt fyrir okkur. Fórum hingað með alla grúbbuna með okkur 24 manns. Sváfum á hóteli í nótt og gerðum svo góðan dag, fórum í golfhermi og gerðum þetta bara mjög skemmtilegt fyrir okkur. “
Óli bætti svo við að hann hefði talað um ákveðna hluti við leikmenn sem þeir gætu nýtt sér og lært af leiknum.
„Aðalmálið var eins og ég var búinn að segja við strákanna að við gátum notað þetta tækifæri til að vinna með okkar varnarleik. Vera agaðir, vinna með línuvinnu og hugsanlega er ekki hægt að fá betri æfingu í því en hérna á gervigrasinu á móti Víkingi því þeir eru afskaplega góðir í því að láta boltann fljóta á milli, finna svæði og opna lið.“
Sagði Óli Stefán en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir