Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
Elmar Kári: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
   fim 24. júní 2021 21:12
Sverrir Örn Einarsson
Óli Stefán: Ákváðum að gera þetta svolítið jákvætt fyrir okkur
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Við töpuðum þessum leik og förum því ekki lengra þetta árið en við reynum að taka með okkur þessa reynslu. Fyrir þessa stráka þá eru þeir ekki vanir að spila á móti svona toppliðum og við svona frábærar aðstæður en við erum reynslunni ríkari og tökum þetta með okkur inn í framhaldið.“ Voru fyrstu orð Óla Stefáns Flóventssonar þjálfara Sindra eftir að lið hans féll úr leik í Mjólkurbikarnum gegn Víkingum sem höfðu 3-0 sigur.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 Sindri

Lið Sindra mætti til Reykjavíkur í gær og dvaldist á hóteli í nótt. Var ákveðið að gera bara góða ferð úr þessu fyrir strákanna?

„Já við ákváðum að gera þetta svolítið jákvætt fyrir okkur. Fórum hingað með alla grúbbuna með okkur 24 manns. Sváfum á hóteli í nótt og gerðum svo góðan dag, fórum í golfhermi og gerðum þetta bara mjög skemmtilegt fyrir okkur. “

Óli bætti svo við að hann hefði talað um ákveðna hluti við leikmenn sem þeir gætu nýtt sér og lært af leiknum.

„Aðalmálið var eins og ég var búinn að segja við strákanna að við gátum notað þetta tækifæri til að vinna með okkar varnarleik. Vera agaðir, vinna með línuvinnu og hugsanlega er ekki hægt að fá betri æfingu í því en hérna á gervigrasinu á móti Víkingi því þeir eru afskaplega góðir í því að láta boltann fljóta á milli, finna svæði og opna lið.“

Sagði Óli Stefán en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner