
Landsleikjahléið er á enda og Besta deild kvenna fer af stað aftur en deildin fór í mánaðarpásu vegna Evrópumóts kvenna í Sviss. Núna klukkan 19:15 hefst toppslagur Breiðabliks og Þróttar Reykjavík og um er að ræða risa toppslag.
Breiðablik og Þróttur Reykjavík eru á toppi deildarinnar með jafn mörg stig. Bæði liðin unnu útisigra í síðustu umferð. Breiðablik vann 3-0 sigur á Stjörnunni og Þróttur Reykjavík vann Fram 3-1.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Þróttur R.
Nik Chamberlai þjálfari Breiðablik gerir tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Telma Ívarsdóttir er farinn aftur út til Rangers og inn í markið kemur Katherine Devine. Heiðdís Lillýardóttir kemur einnig inn í liðið og Karítas Tómasdóttir fær sér sæti á bekknum.
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar gerir tvær breytingar á sínu liði og þá er það helst að frétta að FreyJa Karín Þorvarðadóttir er frá vegna meiðsla en talið er hún sé með slitið krossband og svo er Kayla Marie Rollins komin í liðið en hún er nýgengin til liðs við Þróttar
Byrjunarlið Breiðablik:
12. Katherine Devine (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir
Byrjunarlið Þróttur R.:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Mist Funadóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Kate Cousins
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir
21. Kayla Marie Rollins
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir
27. Unnur Dóra Bergsdóttir