Kauno Zalgiris 1 - 1 Valur
1-0 Romualdas Jansonas ('58)
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('87)
1-0 Romualdas Jansonas ('58)
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('87)
Lestu um leikinn: Zalgiris 1 - 1 Valur
Valur heimsótti Kauno Zalgiris til Kaunas í Litháen og var staðan markalaus eftir afar tíðindalítinn fyrri hálfleik.
Heimamenn í liði Zalgiris voru sterkari aðilinn og fengu eitt hættulegt færi en Orri Sigurður Ómarsson bjargaði í hornspyrnu.
Zalgiris var áfram sterkara liðið í upphafi síðari hálfleik og tók verðskuldaða forystu á 58. mínútu með þokkalegu heppnismarki. Misheppnuð marktilraun Fabien Ourega endaði beint á kollinum á Romualdas Jansonas sem náði að lyfta boltanum í boga yfir Frederik Schram með laglegum skalla.
Leikurinn jafnaðist aðeins út eftir markið en áfram voru heimamenn þó sterkari. Frederik Schram varði meistaralega á 84. mínútu til að halda muninum í einu marki og það átti eftir að skila sér skömmu síðar þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson gerði jöfnunarmarkið með skalla eftir góðan bolta frá Adami Ægi Pálssyni.
Meira var ekki skorað svo lokatölur urðu 1-1. Valsarar heppnir að ná jafntefli en eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Hlíðarenda.
Sigurvegari viðureignarinnar mætir annað hvort Arda Kardzhali frá Búlgaríu eða HJK Helsinki í næstu umferð forkeppninnar.
Athugasemdir