Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 25. ágúst 2020 11:03
Elvar Geir Magnússon
Magnús Már þjálfari Aftureldingar í sóttkví
Enes Cogic og Magnús Már Einarsson.
Enes Cogic og Magnús Már Einarsson.
Mynd: Raggi Óla
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, er kominn í sóttkví til 4. september en kórónaveirusmit kom upp hjá starfsfólki á leikskóla sonar hans.

Þá er einn leikmaður úr Aftureldingarliðinu í sóttkví þar sem hann starfar á leikskólanum en greindist ekki með veiruna við skimun sem hann fór í.

Ljóst er að Magnús getur ekki stýrt liðinu í næstu tveimur leikjum.

Aðstoðarþjálfarinn Enes Cogic stýrir því Aftureldingu í næstu leikjum, heimaleik gegn Fram á laugardag og svo útileik gegn Magna.

Afturelding er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar.

Magnús Már er einnig ritstjóri á Fótbolta.net og sinnir starfi sínu að heiman á meðan hann er í sóttkví.

Hér má sjá stöðuna í Lengjudeildinni:
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner