Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Björgvin Stefánsson skoraði og fékk rautt í stóru tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári 7 - 3 KFK
1-0 Mikael Hrafn Helgason ('2 )
2-0 Sveinn Svavar Hallgrímsson ('12 )
3-0 Oskar Wasilewski ('19 )
3-1 Björgvin Stefánsson ('27 )
4-1 Hektor Bergmann Garðarsson ('33 )
4-2 Bóas Heimisson ('47 )
5-2 Hektor Bergmann Garðarsson ('67 )
6-2 Hektor Bergmann Garðarsson ('73 )
7-2 Björn Darri Ásmundsson ('82 )
7-3 Sigurður Gísli Bond Snorrason ('90 )
Rautt spjald: Björgvin Stefánsson, KFK ('34)

Kári og KFK áttust við í eina leik kvöldsins í 3. deild karla og úr varð heilmikil skemmtun, þar sem heimamenn í Kára komust í þriggja marka forystu á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Björgvin Stefánsson svaraði með marki fyrir KFK en fékk að líta beint rautt spjald nokkru síðar. Staðan var 4-1 fyrir heimamenn í hálfleik á Akranesi og voru gestirnir frá Kópavogi leikmanni færri.

Hektor Bergmann Garðarsson, sonur Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar sem gerði frábæra hluti með ÍA og Norrköping á sínum fótboltaferli, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu til þess að stinga gestina af.

Staðan var orðin 6-2 eftir að Hektor fullkomnaði þrennuna sína en Sigurður Gísli Bond Snorrason kom inn af bekknum á 76. mínútu og tókst að skora síðasta mark leiksins í 7-3 tapi.

Kári fer upp í annað sæti deildarinnar með þessum sigri, þar sem liðið er með 10 stig eftir 5 umferðir.

KFK er í neðri hlutanum með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner