Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellamy er bráðabirgðastjóri Burnley - Parker og Lampard líklegir
Mynd: Getty Images
Burnley er í leit að nýjum aðalþjálfara eftir að FC Bayern keypti Vincent Kompany frá félaginu.

Craig Bellamy, fyrrum samherji Kompany hjá stórveldi Manchester City, hefur starfað sem aðstoðarþjálfari Kompany á síðustu árum, bæði hjá Anderlecht og Burnley, en varð eftir á Englandi í þetta sinn. Hann hefur verið nefndur sem bráðabirgðaþjálfari Burnley á meðan félagið leitar sér af nýjum stjóra.

Fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Frank Lampard og Scott Parker hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Kompany, á meðan Bellamy er sagður hafa mikinn áhuga á starfinu.

Mike Jackson mun starfa sem aðstoðarþjálfari Bellamy allt þar til félagið finnur nýjan mann í starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner