Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brys rekinn áður en hann gat stýrt landsliði Kamerún (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kamerúnska fótboltasambandið hefur rekið þjálfarann Marc Brys úr starfi áður en hann fékk að stýra landsliði Kamerún í fyrsta sinn.

Brys er 61 árs gamall Belgi sem var ráðinn til starfa hjá Kamerún í apríl, en ráðningin kom gríðarlega á óvart í ljósi þess að enginn innan fótboltasambandsins vissi af henni.

   03.04.2024 11:10
Kamerúnska fótboltasambandið fékk ekki að ráða hver yrði landsliðsþjálfari


Íþróttamálaráðherra Kamerún ákvað að ráða Brys til starfa, sem hefur nú verið rekinn eftir rifrildi við fótboltagoðsögnina Samuel Eto'o, sem er starfandi forseti fótboltasambandsins í Kamerún.

Martin Ndtoungou hefur verið ráðinn sem bráðabirgðaþjálfari landsliðsins á neyðarfundi eftir brottrekstur Brys og þjálfarateymis hans.

Fótboltasambandið í Kamerún gagnrýndi ráðninguna á Brys harkalega í apríl og hefur Samuel Eto'o sést rífast heiftarlega við meðlimi íþróttamálaráðuneytisins.

Þetta er ekki góð tímasetning fyrir rifrildi innan kamerúnska fótboltans þar sem landsliðið spilar mikilvæga leiki við Grænhöfðaeyjar og Angóla í undankeppni fyrir HM 2026 í komandi landsleikjahléi.

Kamerún er með fjögur stig eftir tvær umferðir í riðlakeppninni og þarf að sigra riðilinn til að tryggja sér sæti á næsta HM.


Athugasemdir
banner
banner