Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund fer í viðræður við Chelsea eftir úrslitaleikinn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Hollenski bakvörðurinn Ian Maatsen gerði flotta hluti á láni hjá Borussia Dortmund í vor og hefur félagið mikinn áhuga á að festa kaup á honum.

Maatsen er vinstri bakvörður að upplagi en hann er afar sókndjarfur og getur einnig spilað á vinstri kantinum.

Maatsen er 22 ára gamall og var ósáttur með spiltímann sem hann fékk hjá Chelsea. Hann stóð sig afar vel á láni hjá Dortmund, nældi sér í byrjunarliðssæti og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram um helgina.

Dortmund hefur mikinn áhuga á að kaupa Maatsen frá Chelsea, en kaupákvæðið í lánssamningi leikmannsins hljóðar upp á 35 milljónir punda.

Dortmund vill komast upp með að borga lægri upphæð og fá þægilegri greiðsludreifingu, en viðræður munu ekki hefjast fyrr en eftir úrslitaleikinn.

Maatsen á tvö ár eftir af samningi hjá Chelsea og gerði frábæra hluti á láni hjá Burnley í Championship deildinni í fyrra.

Leikmaðurinn sjálfur er hamingjusamur hjá Dortmund og vill vera áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner