Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 14:20
Elvar Geir Magnússon
Enginn úr dönsku deildinni í EM hóp Dana
Rasmus Höjlund sóknarmaður Manchester United er í hópnum.
Rasmus Höjlund sóknarmaður Manchester United er í hópnum.
Mynd: Getty Images
Kasper Hjulmand landsliðsþjálfari Danmerkur.
Kasper Hjulmand landsliðsþjálfari Danmerkur.
Mynd: Getty Images
Kasper Hjulmand landsliðsþjálfari Danmerkur hefur opinberað 26 manna leikmannahóp sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi. Þetta er sögulegur hópur að því leyti að í fyrsta sinn er enginn leikmaður úr dönsku deildinni í landsliðinu.

Þar má hinsvegar finna þekkt nöfn úr ensku deildinni, eins og sóknarmanninn Rasmus Höjlund hjá Manchester United og liðsfélaga hans, Cristian Eriksen.

Danmörk mætir Slóveníu í fyrsta leik sínum á EM þann 16. júni. Auk þess eru England og Serbía í riðlinum.

Markverðir: Kasper Schmeichel (Anderlecht), Frederik Ronnow (Union Berlin), Mads Hermansen (Leicester),

Varnarmenn: Simon Kjær (AC Milan), Joakim Maehle (Wolfsburg), Jannik Vestergaard (Leicester), Joachim Andersen (Crystal Palace), Victor Nelsson (Galatasaray), Victor Kristiansen (Bologna), Rasmus Kristensen (Roma), Alexander Bah (Benfica), Andreas Christensen (Barcelona),

Miðjumenn: Christian Eriksen (Manchester United), Thomas Delaney (Anderlecht/Sevilla), Pierre-Emile Höjbjerg (Tottenham), Mathias Jensen (Brentford), Mikkel Damsgaard (Brentford), Morten Hjulmand (Sporting Lissabon), Christian Nørgaard (Brentford), Jacob Bruun Larsen (Burnley),

Sóknarmenn: Kasper Dolberg (Anderlecht), Jonas Wind (Wolfsburg), Rasmus Höjlund (Manchester United), Anders Dreyer (Anderlecht), Andreas Skov Olsen (Club Brugge), Yussuf Poulsen (RB Leipzig).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner