Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Grænland sækir um aðild að Concacaf
Frá fótboltaleik á Grænlandi.
Frá fótboltaleik á Grænlandi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nágrannar okkar á Grænlandi hafa sótt um aðild að Concacaf, fótboltasambandi Norður- og Mið-Ameríku.

Grænland hefur aldrei spilað alþjóðlegan fótbolta og er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar. Landfræðilega er eyjan hluti af Norður-Ameríku.

Það búa aðeins 57 þúsund manns á Grænlandi en landið er þó fjölmennara en nokkur aðildarlönd Concacaf, eins og til dæmis Montserrat og Sankti Kristófer og Nevis.

„Það er mjög mikilvægt í mínum huga að ungt fólk í Grænlandi hafi eitthvað til að hlakka til. Það þarf að dreyma stórt. Þau geta horft til okkar og séð möguleika á að verða fótboltamaður á Grænlandi. Það er draumur minn að gefa ungu fólki þetta," segir Morten Rutkjær, landsliðsþjálfari Grænlands.

Grænland getur ekki gengið í fótboltasamband Evrópu því hjá UEFA þar sem er tekið við löndum sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum. Það er engin slík krafa hjá Concacaf.

Grænland er stærsta eyja jarðar sem ekki telst heimsálfa út af fyrir sig, 2,2 milljónir km² að stærð. Þar er aðeins hægt að spila fótbolta utandyra um fimm mánuði á ári, og þá á gervigrasi eða malarvöllum.

„Það er mjög erfitt að spila fótbolta þegar það er mikill snjór. Gras sprettur bara upp í suðurhluta Grænlands. Við viljum setja upp völl sem er undir þaki," segir Rutkjær en Grænland mun mæta Túrkmenistan í vináttulandsleik í Tyrklandi á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner