Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fim 30. maí 2024 21:22
Haraldur Örn Haraldsson
Haukur Páll: Tímabært að aðrir stígi upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Haukur Páll Sigurðsson aðstoðarþjálfari Vals var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Stjörnuna 5-1 á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Það er ánægja, hrikalega ánægður með að taka 3 stig úr þessum leik. Skorum góð mörk, dreifðist svolítið markaskorunin sem er jákvætt líka. Bara hrikalega góð frammistaða."

Tryggvi Hrafn Haraldsson sóknarmaður liðsins skoraði í dag sín fyrstu mörk á tímabilinu. Það er mjög jákvætt fyrir liðið ef hann kemst í svipað form og hann var í, í fyrra.

„Gott fyrir sjálfstraustið hjá honum. Það er bara mjög ánægjulegt að hann hafi skorað sín fyrstu mörk í dag. Þannig það er bara mjög jákvætt."

Meiðsli hafa verið að hrjá hópinn hjá Val en Aron Jóhannsson, Jakob Franz Pálsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru allir frá vegna meiðsla í dag.

„Aron er bara meiddur, búinn að vera meiddur aðeins í ökklanum og smá vöðvatognun hjá honum líka. Þannig við erum búnir að vera í smá meiðslavesenum líka þannig þá er bara spurning um að aðrir stigi upp og þeir gerðu það í dag. Þess vegna erum við með stóran og góðan hóp. Jakob sneri sér á ökkla fyrir tveimur dögum síðan. Þannig það er búið að vera smá bras á leikmannahópnum en eins og ég sagði þá er bara tímabært að aðrir stigi upp og það var mjög jákvætt að sjá það í dag."

Valur mætir KR næst en hverjar eru líkurnar á því að þessir leikmenn nái þeim leik?

„Ég bara veit ekki nákvæmlega stöðuna á þeim, hún er bara tekin dag frá degi. Mér finnst ólíklegt að Gylfi nái því, við erum að stefna á bara eftir landsleikjahlé að hann komi til baka. Hitt verður bara að koma í ljós."

Gregg Ryder þjálfari KR var í stúkunni að fylgjast með leiknum en Haukur telur ekki miklar líkur á því að þrátt fyrir góða spilamennsku Vals að Gregg hafi eitthvað hræðst.

„Nei ég held hann sé svo sem ekkert hræddur. Ég meina þetta er bara fótboltaleikur og ég held hann pæli bara meira í sínu liði heldur en okkar. Við allavega gerum það, við pælum töluvert meira í okkar leik en andstæðinganna. Þannig að nei nei, ég held að hann sé ekkert hræddur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner