Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Hildur Anna skrifar undir samning við Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Anna Birgisdóttir er búin að semja við Þór/KA og er hún núna samningsbundin Akureyringum út keppnistímabilið 2026.

Hildur Anna er fædd 2007 og hefur nú þegar komið við sögu í fjórum af sex fyrstu deildarleikjum Þórs/KA í Bestu deildinni, þar sem liðið hefur farið feykilega vel af stað og er búið að vinna fimm leiki í röð.

Hildur er uppalin hjá Þór/KA og leikur sem miðjumaður. Hún hefur verið í lykilhlutverki í 2. og 3. flokki undanfarin ár og bindur fótboltadeild Þórs/KA miklar vonir við hana.

„Þór/KA fagnar því að fá þessa ungu og efnilegu knattspyrnukonu á samning hjá félaginu," segir meðal annars í tilkynningu frá félaginu.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 9 8 0 1 25 - 4 +21 24
2.    Valur 9 8 0 1 29 - 10 +19 24
3.    Þór/KA 9 7 0 2 25 - 10 +15 21
4.    FH 9 4 1 4 12 - 16 -4 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Tindastóll 9 3 1 5 11 - 17 -6 10
7.    Stjarnan 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
8.    Þróttur R. 9 2 1 6 8 - 13 -5 7
9.    Keflavík 9 2 0 7 7 - 19 -12 6
10.    Fylkir 9 1 2 6 10 - 22 -12 5
Athugasemdir
banner
banner
banner