Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bjarki og Mikael spiluðu fyrri úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cremonese 0 - 0 Venezia

Íslendingalið Venezia er komið alla leið í úrslitaleik umspilsins um síðasta lausa sætið í Serie A, efstu deild ítalska boltans, á næstu leiktíð.

Feneyingar mæta þar Cremonese og voru að spila fyrri viðureignina í kvöld, en henni lauk með markalausu jafntefli þrátt fyrir yfirburði heimamanna í Cremonese.

Bjarki Steinn Bjarkason lék allan leikinn á vinstri kanti Venezia og var meðal bestu leikmanna vallarins og þá fékk Mikael Egill Ellertsson að spreyta sig í síðari hálfleik.

Mikael fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í jafnteflinu markalausa, en seinni leikurinn fer fram í Feneyjum næsta sunnudag. Þar mætast Venezia og Cremonese í úrslitaleik um afar verðmætt sæti í Serie A.
Athugasemdir
banner
banner
banner