Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kamada velur Lazio framyfir Crystal Palace
Mynd: EPA
Japanski miðjumaðurinn Daichi Kamada er búinn að samþykkja að gera samning við Lazio frekar heldur en Crystal Palace.

Kamada kom til Lazio á frjálsri sölu síðasta sumar en skrifaði aðeins undir eins árs samning við félagið, með möguleika á þriggja ára framlengingu.

Hann átti erfitt uppdráttar til að byrja með en um leið og Maurizio Sarri var rekinn tók Kamada að láta ljós sitt skína. Honum virðist líða mjög vel undir stjórn Igor Tudor.

Kamada er 27 ára og kom aðeins að fjórum mörkum á sínu fyrsta deildartímabili með Lazio, en hægt er að búast við miklum framförum fyrir næstu leiktíð.

Crystal Palace hefur áhuga á Kamada og bauð leikmanninum samning, en þessi japanski landsliðsmaður vill frekar vera áfram hjá Lazio þar sem hann gæti spilað stórt hlutverk á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner