Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Kieran McKenna framlengir við Ipswich (Staðfest)
Kieran McKenna.
Kieran McKenna.
Mynd: Getty Images
Ipswich Town, sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, hafa gefið út yfirlýsingu þar sem staðfest er að Kieran McKenna sé búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.

„Sú ábyrgð að leiða þetta lið út í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í meira en 20 ár er eitthvað sem ég vildi ekki missa af," segir McKenna, sem var mjög eftirsóttur.

Nýi samningurinn gildir til ársins 2028 og fær McKenna verðskuldaða launahækkun með.

McKenna hefur á síðustu dögum verið orðaður við Brighton, Chelsea og Manchester United.

McKenna, sem var áður í þjálfarateymi Man Utd, tók við Ipswich í lok árs 2021 og hefur gert frábæra hluti með liðið; hefur komið því upp um tvær deildir á tveimur árum og á næsta tímabili er það enska úrvalsdeildin. Hann ætlar sér að halda áfram þessu verkefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner