Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 16:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Kristófer Reyes í landsliðshópi Filippseyja
Kristófer Jacobson Reyes með landsliði Filippseyja
Kristófer Jacobson Reyes með landsliði Filippseyja
Mynd: Filippseyjar

Kristófer Jacobson Reyes varnarmaður Krabi F.C í Tælensku 3.deildinni hefur verið valinn í landsliðshóp Filippseyja fyrir komandi verkefni gegn Víetnam og Indónesíu í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2026.

Kristófer hefur áður verið í æfingarhóp Filippseyja en á enn eftir að spila sinn fyrsta landsleik.


Kristófer er 27 ára miðvörður sem uppalinn er á Snæfellsnesi og er bæði með íslenskan og filippeyskan ríkisborgararétt.

Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur sumarið 2014 en fyrir sumarið 2016 skipti hann í Fram. Þremur árum síðar sneri hann svo aftur til baka til Ólafsvíkur og var þar í tvö tímabil áður en Fjölnir fékk hann í sínar raðir fyrir tímabilið 2021.

Hann fór þaðan til Kórdrengja og lék þrettán deildarleiki sumarið 2022 og skoraði tvö mörk.

Síðasta sumar lék Kristófer Reyes með Ægi í Lengjudeildinni fyrri hlutan og Þrótti Vogum í 2. deild seinni hluta.

Krabi F.C. féllu úr Tælensku 2.deildinni í vor þegar þeir enduðu í neðsta sæti deildarinnar. Kristófer Reyes spilaði 16 leiki og skorði eitt mark á liðnu tímabili en náði ekki að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner