Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lucia Garcia kveður Man Utd - Reyna við Terland í staðinn
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Lucia Garcia yfirgefur kvennalið Manchester United í sumar eftir stórt samningstilboð frá mexíkósku meisturunum í Monterrey.

Garcia er 25 ára gömul og leikur sem kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem framherji.

Hún á 10 mörk í 44 landsleikjum fyrir Spán og var í lykilhlutverki hjá Athletic Bilbao áður en Man Utd krækti í hana fyrir tveimur árum.

Garcia skoraði 16 mörk í 60 leikjum á tveimur árum hjá Man Utd en samningur hennar rennur út í sumar. Hún ætlaði að framlengja við félagið en hefur ákveðið að halda til Mexíkó.

Garcia skoraði tvennu í úrslitaleik FA bikarsins í vor þar sem Man Utd sigraði 4-0 gegn Tottenham til að tryggja sér sinn fyrsta stóra titil í kvennaboltanum.

Í efstu deild mexíkóska boltans mun Garcia mæta Jennifer Hermoso, fyrrum landsliðsfyrirliða Spánar, sem skrifaði undir samning við Tigres í janúar.

United er líklegt til að krækja í Elisabeth Terland á frjálsri sölu frá Brighton í sumar og gæti hún fyllt í skarðið fyrir Garcia. Terland var markahæst í liði Brighton á nýliðnu tímabili og hefur skorað 20 mörk í 39 leikjum í efstu deild á Englandi.

Terland er 22 ára gömul og spilar fyrir norska landsliðið. Hún er eftirsótt af fleiri stórliðum og verður áhugavert að fylgjast með næsta skrefi á hennar ferli.
Athugasemdir
banner
banner