Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 07:48
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins
Powerade
Branthwaite er stór og stæðilegur miðvörður.
Branthwaite er stór og stæðilegur miðvörður.
Mynd: Getty Images
Villa vill Gallagher.
Villa vill Gallagher.
Mynd: EPA
Arsenal vill Sesko.
Arsenal vill Sesko.
Mynd: EPA
Við byrjum á því að óska Val og FH til hamingju með Íslandsmeistaratitlana í gær! Hér er slúðurpakkinn, BBC tók saman það helsta úr blöðunum.

Manchester United ætlar að reyna að fá Jarrad Branthwaite (21) varnarmann Everton. Hann er metinn á um 60-70 milljónir punda. (Sky Sports)

Aston Villa hefur áhuga á Conor Gallagher (24) miðjumanni Chelsea. (Independent)

Nýr stjóri Liverpool, Arne Slot, hefur áhuga á að gera tilboð í Ollie Watkins (28) framherja Aston Villa og enska landsliðsins og fá hann í stað Darwin Nunez (24). (Sun)

Manchester City er að íhuga að fá þyska markvörðinn Michael Zetterer (28) hjá Werder Bremen. (Bild)

Liverpool ætlar að bjóða norður-írska varnarmanninum Conor Bradley (20) nýjan og bættan samning. (Teamtalk)

Manchester United er að íhuga að gera skiptisamning og fá Joao Felix (24) frá Atletico Madrid í stað Mason Greenwood (22). (Star)

Ruud van Nistelrooy (47) fyrrum framherji Manchester United kemur til greina sem næsti stjóri Leicester. Hann er fyrrum stjóri PSV Eindhoven. (Mirror)

Real Madrid ætlar að tilkynna um kaup á Kylian Mbappe (25) framherja Frakklands og Paris St-Germain fyrir EM í sumar. (Fabrizio Romano)

Chelsea þarf að afla fjár með sölu leikmanna fyrir 30. júní til að uppfylla reglur um hagnað og sjálfbærni í ensku úrvalsdeildinni. (Sun)

Vincent Kompany, nýr stjóri Bayern München, vill fá Aaron Danks, þjálfara Middlesbrough, til liðs við þjálfarateymi sitt. (Mail)

RB Leipzig, RB Salzburg og Roma hafa áhuga á Kalvin Phillips (28) miðjumanni Manchester City. (Sun)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er í viðræðum um nýjan samning sem myndi sjá til þess að hann yrði einn launahæsti stjóri úrvalsdeildarinnar. (Mail(

Benjamin Sesko (20), slóvenski sóknarmaðurinn hjá RB Leipzig, er helsta skotmark Arsenal í sumar. (Mirror)

Rennes og Lyon ætla að bjóða 35 milljónir punda í marokkóska varnarmanninn Nayef Aguerd (28) hjá West Ham. (Football Insider)

Everton og West Ham hafa hafið viðræður við Burnley um franska varnarmanninn Maxime Esteve (22). (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner