Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca tekur fimm aðstoðarþjálfara með frá Leicester
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca er að ganga frá samkomulagi um að taka við enska stórveldinu Chelsea.

Hann er að gera afar langan samning við félagið, sem gildir til 2029, og þá mun Chelsea einnig leysa aðstoðarþjálfara Maresca undan samningi hjá Leicester til að ráða þá til sín.

Fabrizio Romano talar um að Chelsea muni ráða minnst fimm þjálfara sem störfuðu undir stjórn Maresca hjá Leicester og er einn þeirra Willy Caballero, sem var hjá Chelsea í fjögur ár á markmannsferli sínum en tókst ekki að vinna sér inn byrjunarliðssæti.

Chelsea tók umdeilda ákvörðun á dögunum um að reka Mauricio Pochettino úr þjálfarastarfinu eftir eitt tímabil við stjórnvölinn, en félagið hefur núna farið í gegnum fimm mismunandi þjálfara á síðustu tveimur árum. Maresca verður sá sjötti.

Chelsea hefur þurft að greiða háar upphæðir til að losa sig við síðustu þjálfara, auk þess að þurfa að greiða væna fúlgu fjárs til að ráða Maresca og teymið hans.

Maresca tók við Leicester fyrir ári síðan eftir að félagið féll niður úr ensku úrvalsdeildinni. Hann gerði sér lítið fyrir og vann Championship deildina í fyrstu tilraun til að tryggja Leicester beint aftur upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner