Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
MLS: Jafnt hjá Degi - Messi og félagar töpuðu heima
Mynd: Orlando City
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir leikir fram í bandarísku MLS deildinni í nótt, þar sem Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliðinu hjá Orlando City.

Orlando heimsótti Chicago Fire og tók forystuna snemma leiks með marki frá Facundo Torres.

Orlando hélt forystunni allt þar til á 71. mínútu þegar Hugo Cuypers skoraði jöfnunarmark heimamanna og urðu lokatölur 1-1.

Orlando er með 17 stig eftir 15 umferðir af deildartímabilinu og virðist Dagur vera búinn að festa sig vel í sessi í hópnum.

Topplið Inter Miami tapaði þá heimaleik gegn Atlanta United, en 18 stig skilja liðin að á stöðutöflunni eftir leikinn.

Lionel Messi, Luis Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba voru allir í byrjunarliði Inter sem tapaði óvænt 1-3 eftir að hafa verið yfirspilað af gestunum.

Messi skoraði eina mark Inter eftir stoðsendingu frá Busquets.

Inter er á toppi austurhluta MLS deildarinnar, með 34 stig eftir 17 umferðir - einu stigi fyrir ofan FC Cincinnati sem á þó leik til góða.

Chicago Fire 1 - 1 Orlando City
0-1 Facundo Torres ('4)
1-1 Hugo Cuypers ('71)

Inter Miami 1 - 3 Atlanta Utd
0-1 Saba Lobjanidze ('44)
0-2 Saba Lobjanidze ('59)
1-2 Lionel Messi ('62)
1-3 Jamal Thiare ('73)
Athugasemdir
banner