Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Olympiakos átti 0,1% sigurlíkur í Sambandsdeildinni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gríska stórveldið Olympiakos fór í sögubækurnar í gærkvöldi þegar liðið sigraði úrslitaleik Sambandsdeildarinnar gegn Fiorentina.

Olympiakos varð með sigrinum fyrsta gríska félagið til að sigra evrópukeppni og fögnuðu stuðningsmenn liðsins dátt, eins og má sjá hér fyrir neðan.

Sigur Olympiakos er í raun kraftaverki líkastur eftir að liðið var hársbreidd frá því að vera slegið úr leik í 16-liða úrslitum, gegn ísraelska stórliðinu Maccabi Tel Aviv.

Olympiakos tapaði fyrri leiknum gegn Maccabi á heimavelli sínum í Grikklandi, þar sem gestirnir frá Ísrael skoruðu fjögur mörk til að sigra slaginn. Ofurtölva tölfræðivefsíðunnar vinsælu Opta Stats reiknaði út sigurlíkur liða eftir fyrri umferðina í 16-liða úrslitum og var Olympiakos í neðsta sæti yfir mögulegar sigurlíkur í keppninni - með 0,1% líkur á sigri.

Maccabi Tel Aviv var þá með 7,7% líkur á sigri í keppninni, en Grikkirnir voru ekki búnir að gefast upp og áttu magnaðan seinni leik sem fór fram á hlutlausum velli vegna stríðsástands. Þar skoruðu þeir sex mörk til að tryggja sig í 8-liða úrslitin.

Eftir það fór Olympiakos í gegnum afar sterk lið Fenerbahce og Aston Villa til að tryggja sér farmiða í úrslitaleikinn.

According to OPTA, the probability of each team winning the Conference League, after Olympiacos lost 1-4 to Maccabi
byu/panamolegos insoccer

Athugasemdir
banner
banner