Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Rætt um að taka inn erlenda dómara í ensku úrvalsdeildinni
Pólverjinn Szymon Marciniak er besti dómari heims.
Pólverjinn Szymon Marciniak er besti dómari heims.
Mynd: EPA
Frakkinn Clément Turpin er einn besti dómari heims.
Frakkinn Clément Turpin er einn besti dómari heims.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar enska úrvalsdeildin heldur aðalfund sinn í næstu viku verða greidd atkvæði um þá tillögu um að fella niður VAR dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni. En á fundinum verður einnig rætt um það hvort taka eigi inn erlenda dómara í deildina.

Aaron Timms fréttamaður Guardian segir að gagnrýni á dómgæsluna hafi aukist undanfarin ár. Skyndilega séu dómararnir orðnir miðpunktur athyglinnar og það sé ekki jákvætt fyrir íþróttina.

„Áhugafólk sem fylgist með deildinni er farið að þekkja Anthony Taylor, Michael Oliver, Chris Kavanagh og Simon Hooper eins og stærstu nöfnin í deildinni. Dómaramistök lituðu deildina jafn mikið og mörk og úrslit leikja," segir Timms.

„Það hefur ekki bætt úr skák að notkunin á VAR hefur verið svo óstöðug og ruglingsleg. Samsiptaörðugleikar eru hluti af skýringunni en sökin liggur að stórum hluta hjá dómurunum."

„Að fá inn erlenda dómara yrði í takt við þróun deildarinnar sem hefur tekið við hæfileikaríkum fótboltamönnum frá öllum heimshlutum. Enska er þegar sjálfskipað tungumál samskipta á stórmótum og í Meistaradeildinni svo bestu dómararnir eru með gott tak á að geta stýrt leikjum á ensku."

Timms segir þó ljóst að það verði áfram dómaramistök þó erlendir dómarar komi inn í deildina og nefnir þar stór mistök hjá Szymon Marciniak, sem talinn er besti dómari heims, og hans aðstoðarmanns í leik Bayern München og Real Madrid í Meistaradeildinni sem dæmi.

„Deildin er þegar orðin alþjóðleg. Að opna deildina fyrir allra bestu erlendu dómarana gæti gert keppnina skarpari, fengið inn meiri hraða og skýrleika í ákvarðanatöku," segir Timms.
Athugasemdir
banner
banner
banner