Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Red Bull kaupir hlut í Leeds
Mynd: Getty Images
Orkudrykkjarisinn Red Bull hefur keypt hlut í Leeds og verður framan á treyjum félagsins á næsta tímabili. 49ers Enterprises frá Bandaríkjunum á meirihluta í Leeds.

Paraag Marathe, stjórnarformaður Leeds, segir það mikið ánægjuefni að Red Bull bætist í eigendahópinn og að innkoma fyrirtækisins stækki og styrki fótboltafélagið.

Red Bull hefur tengsl í fimm önnur fótboltafélög, þau eru RB Leipzig, Red Bull Salzburg, New York Red Bull, RB Bragantino og RB Brazil. Nafn og merki Leeds munu ekkert breytast við innkomu Red Bull og ekki heldur nafnið á heimavellinum Elland Road.

Framkvæmdastjóri fyrirtækjaverkefna og fjárfestinga Red Bull, Oliver Mintzlaff, segir að metnaðurinn sé að koma Leeds United aftur í ensku úrvalsdeildina.

Leeds verður áfram í Championship-deildinni á næsta tímabili eftir að hafa tapað fyrir Southampton í úrslitaleik umspilsins á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner