Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reynir að selja félaginu sínu að taka Brynjólf
Hvað gerir Brynjólfur í sumar?
Hvað gerir Brynjólfur í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum og Brynjólfur.
Willum og Brynjólfur.
Mynd: Breiðablik
Brynjólfur Andersen Willumsson á stutt eftir af samningi sínum við norska félagið Kristiansund. Sænska félagið Kalmar reyndi að fá hann til sín í vetur en ekkert varð úr því.

Brynjólfur, sem er 23 ára sóknarmaður, byrjaði sex af fyrstu átta leikjum Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni en hefur ekki verið í hóp í síðustu þremur leikjum þar sem hann hefur glímt við meiðsli á öxl.

Fótbolti.net ræddi við bróður Brynjólfs, Willum Þór, og var hann spurður út í yngri bróður sinn.

Hvað viltu sjá hann gera í sumar?

„Ég væri helst til í að sjá hann fara í nýtt lið. Það væri flott fyrir hann að fá eitthvað gott 'move', Holland eða eitthvað, það væri skemmtilegt," sagði Willum,

Heldur þú að það sé líklegt?

„Ég gæti alveg trúað því, en maður veit aldrei. En vonandi fyrir hann fær hann eitthvað flott. Ég er að tala við þá hjá Go Ahead, reyna að selja þeim hann," sagði Willum aðeins á léttu nótunum. „En það verður bara að koma í ljós hvað verður. Vonandi fær hann eitthvað fínt 'move'."

Brynjólfur hefur skorað tvö mörk fyrir Kristiansund á tímabilinu.

„Byrjunin hjá honum hefur verið góð, aðeins verið að glíma við meiðsli, en fyrir utan það hefur liðið gert ágætlega og hann er búinn að eiga nokkra mjög góða leiki, sérstaklega búinn að eiga góða leiki á móti góðu liðunum. Hann er eiginlega besti maðurinn í þessu liði," sagði Willum.
Athugasemdir
banner
banner
banner