Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Sesko gefur Arsenal grænt ljós
Mynd: EPA
Mirror segir að Benjamin Sesko vilji ganga í raðir Arsenal í sumar.

Þessi ungu slóvenski sóknarmaður RB Leipzig hefur verið orðaður við ýmis félög, þar á meðal Chelsea og Manchester United og félög á Ítalíu.

Nú virðist Arsenal vera í kjörstöðu til að krækja í Sesko, sem metinn er á 45 milljónir punda.

Sesko, sem er 21 árs, er sagður hafa gefið Arsenal grænt ljós en umboðsmaður hans, Elvis Basanovic, hefur mætt á leiki Arsenal á þessu tímabili.

RB Leipzig er sagt opið fyrir því að selja Sesko í sumar ef rétt tilboð berst, þó hann hafi aðeins verið eitt ár hjá félaginu. Hann kom frá Red Bull Salzburg þar sem hann var frá 2019.

Sesko er hávaxinn leikmaður og er í slóvenska hópnum fyrir EM en liðið er í riðli með Englandi.

Arsenal vill fá sóknarmann í hóp sinn í sumar og hefur einnig horft til Brian Brobbey hjá Ajax og Evan Ferguson hjá Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner