Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sýna Pedri þolinmæði í eitt tímabil í viðbót
Síðasta tækifæri Pedri hjá Barcelona.
Síðasta tækifæri Pedri hjá Barcelona.
Mynd: EPA
Barcelona er tilbúið að hlusta á tilboð í flesta leikmenn sína í sumar en einn leikmaður sem virðist öruggur er Pedri.

Talið var að Barcelona myndi byggja lið sitt í kringum þennan 21 árs leikmann en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðustu tvö tímabil.

Cadena Cope segir Börsunga ætla að gefa Pedri tækifæri á að sýna sínar bestu hliðar á næstu tímabili en það verði hinsvegar lokatækifæri hans.

Pedri verði settur á sölulista ef hann nær sér ekki á strik eða nær ekki tímabili þar sem meiðslin halda honum frá stóran hluta.

Síðan Pedri fór á kostum á sínu fyrsta heila tímabili, þar sem hann lék 71 leik fyrir land og lið, hefur hann verið að glíma við sífellt vöðvameiðsli. Hann náði að spila 34 leiki fyrir Barcelona á þessu tímabili, skoraði fjögur mörk og átti fimm stoðsendingar, en hann þótti aðeins ná fram rispum þar sem hans hæfileikar skinu raunverulegu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner