Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fim 30. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham að krækja í Wes Foderingham
Mynd: Getty Images
West Ham United er í viðræðum markvörðinn Wes Foderingham sem er að renna út á samningi hjá Sheffield United.

Foderingham er 33 ára gamall og hefur verið aðalmarkvörður Sheffield undanfarin ár, en West Ham vill fá hann til sín sem varamarkvörð.

Hann yrði þriðji markvörður West Ham og myndi veita Alphonse Areola og Lukasz Fabianski aukna samkeppni um byrjunarliðssætið á milli stanganna.

Foderingham lék 12 leiki fyrir yngri landslið Englendinga og hefur meðal annars verið samningsbundinn Fulham og Crystal Palace á ferlinum, án þess þó að spila fyrir félögin.

Hann var hjá Rangers í skoska boltanum í fimm ár áður en hann flutti til Sheffield.
Athugasemdir
banner
banner
banner