Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 30. júlí 2019 15:53
Magnús Már Einarsson
Óttar Magnús í Víking R. (Staðfest)
Óttar fagnar marki með Víkingi í leik árið 2016.
Óttar fagnar marki með Víkingi í leik árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur fengið framherjann Óttar Magnús Karlsson í sínar raðir frá Mjallby í Svíþjóð.

Hinn 22 ára gamli Óttar gerði samning við Víking út árið 2021.

Fréttatilkynning frá Víkingi
Í dag náðist samkomulag við Mjällby í Svíþjóð um félagaskipti sóknarmannsins Óttars Magnúsar Karlssonar í Víking. Óttar er Víkingum að góðu kunnugur enda uppalinn í Fossvoginum hjá Víkingi. Hann fór ungur að árum til Hollands og lék með yngri liðum Ajax og Sparta á árunum 2013 til 2016.

Sumarið 2016 kom hann heim og lék eitt tímabil í efstu deild fyrir Víking. Það ár var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og fékk í kjölfarið samning hjá Molde í Noregi. Eftir dvölina hjá Molde fór Óttar til Svíþjóðar og lék fyrst fyrir Trelleborg og síðan fyrir Mjällby. Óttar Magnús á að baki 7 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 2 mörk. Að auki á hann 24 leiki og 7 mörk fyrir yngri landslið Íslands.

Knattspyrnudeild Víkings fagnar að hafa gert samning út árið 2021 við Óttar Magnús Karlsson sem bætist nú í flóru þeirra efnilegu leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu.

Óttar er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner