Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   fös 30. ágúst 2019 13:11
Magnús Már Einarsson
Tvö tilboð frá Rússlandi í Samúel Kára
Samúel Kári Friðjónsson
Samúel Kári Friðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Félag frá Rússlandi hefur gert tvö félög í Samúel Kára Friðjónsson að undanförnu en báðum tilboðunum hefur verið hafnað af Valerenga.

Samúel Kári er á láni hjá Viking frá Valerenga en hann hefur átt gott tímabil í norsku úrvalsdeildinni.

„Það hafa komið tvö tilboð en þeim var báðum hafnað. Þriðja tilboðið gæti komið en félagaskiptaglugginn í Rússlandi lokar á mánudag og því er tíminn naumur," sagði Ólafur Garðarsson umboðsmaður Samúels við Fótbolta.net í dag.

Samúel Kári er 23 ára gamall en hann á sjö landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.

Á þessu tímabili hefur hann bæði spilað sem aftasti miðjumaður hjá Viking og aðeins ofar á miðjunni einnig.

Í grein í Rogalands Avis í dag er farið fögrum orðum um frammistöðu Samúels að undanförnu.
Athugasemdir
banner