Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 31. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta verður einn af launahæstu þjálfurum Evrópu
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano tekur undir fregnir síðustu daga sem segja að spænski þjálfarinn Mikel Arteta sé að skrifa undir nýjan samning við Arsenal.

Arteta hefur gert stórkostlega hluti á fjóru og hálfu ári við stjórnvölinn hjá Arsenal og vill félagið launa honum fyrir gífurlega vel unnin störf.

Arsenal mun gera Arteta að einum af launahæstu fótboltaþjálfurum Evrópu og víðar til þess að tryggja sér bjarta framtíð undir hans leiðsögn.

Arsenal horfir til árangurs Manchester City sem hefur unnið mikið af titlum og virðist vera óstöðvandi undir stjórn Pep Guardiola, sem er búinn að vera hjá félaginu í átta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner