Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 31. maí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca verður kynntur í dag eða á morgun
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar á Englandi eru allir sammála um að Enzo Maresca sé að taka við Chelsea á næstu dögum.

Maresca er búinn að samþykkja fimm ára samning við Chelsea, til júní 2029, með möguleika á eins árs framlengingu. Chelsea heldur því áfram að gefa öllum innan félagsins langa samninga eins og félagið hefur verið að gera undir eignahaldi Todd Boehly.

Sky Sports segir að Maresca verði kynntur í dag eða á morgun í síðasta lagi.

Maresca er 44 ára gamall og mun taka við af Mauricio Pochettino. Hann var lærisveinn Pep Guardiola hjá Manchester City eftir flottan feril sem atvinnumaður í fótbolta.

Hann tók við Leicester City fyrir ári síðan eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni og kom hann þeim beint aftur upp í efstu deild í fyrstu tilraun, án vandræða.

Talið er að Chelsea þurfi að greiða um 9 milljónir punda til að kaupa Maresca frá Leicester en stjórn félagsins er gríðarlega hrifin af þjálfaranum eftir viðræður.

Búist er við mikið af félagsskiptum hjá Chelsea í sumar þar sem félagið ætlar að kaupa sér framherja og miðvörð á meðan stór hluti leikmannahópsins er falur fyrir rétt verð.
Athugasemdir
banner
banner
banner