Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 31. maí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Óttar þriðji besti leikmaður tímabilsins hjá Vis Pesaro
Mynd: Oakland Roots
Ítalska C-deildarliðið Vis Pesaro er með rúmlega 11 þúsund fylgjendur á Instagram og fengu þeir að kjósa um bestu leikmenn liðsins á tímabilinu.

Vis Pesaro rétt bjargaði sér frá falli úr C-deildinni í vor þar sem Óttar Magnús Karlsson spilaði alla leiki liðsins á lokakafla tímabilsins, en tókst þó ekki að skora í þrettán síðustu umferðunum.

Fyrir það hafði Óttar verið duglegur að raða inn mörkunum og skoraði hann í heildina 10 mörk í 30 leikjum, eða eitt mark á 199 mínútna fresti.

Stuðningsfólk Vis Pesaro hefur miklar mætur á Óttari eftir frábæran fyrri hluta tímabils og kaus hann sem þriðja besta leikmann liðsins.

Óttar er samningsbundinn Venezia, sem spilar úrslitaleik um sæti í Serie A á sunnudaginn, næstu tólf mánuði og verður áhugavert að fylgjast með hvort honum takist að vinna sér inn nýjan samning í Feneyjum.


Athugasemdir
banner
banner