Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 31. maí 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Roma kaupir Angelino alfarið (Staðfest) - Bournemouth reyndi
Bakvörðurinn Angelino.
Bakvörðurinn Angelino.
Mynd: EPA
Ítalska félagið Roma hefur virkjað ákvæði um kaup á Spánverjanum Angelino frá RB Leipzig fyrir 5 milljónir punda.

Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth reyndi að fá þennan 27 ára varnarmann en mistókst það. Hans vilji var að fara til Roma.

Roma nýtti sér ákvæði um að kaupa Angelino alfarið frá RB Leipzig fyrir 5 milljónir evra.

Angelino kom til Roma í janúarglugganum á láni eftir að hafa verið fyrri hluta tímabilsins á láni hjá Galatasaray.

Hinn vinstri bakvörður Roma, Leonardo Spinazzola, mun væntanlega yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner