Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fös 31. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Mikilvægur slagur í Austurríki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er landsleikjahlé um þessar mundir í kvennaboltanum þar sem þjóðir mætast í hinum ýmsum undankeppnum.

Í Evrópu mæta sterk landslið til leiks í undankeppninni fyrir EM, þar sem Ísland er í erfiðum riðli og spilar gegn sterkum andstæðingum í dag.

Stelpurnar okkar heimsækja Austurríki og þurfa helst sigur í baráttunni um annað sætið, þar sem þjóðirnar eru jafnar með þrjú stig eftir tvær umferðir.

Ísland og Austurríki hafa bæði tapað gegn Þýskalandi og sigrað Pólland í fyrstu umferðum undankeppninnar.

Þá fara ýmsir stórleikir fram, þar sem England spilar við Frakkland á meðan Danmörk mætir Spáni og Noregur tekur á móti Ítalíu í afar spennandi slag.

Leikir dagsins:
A-deild:

16:00 Austurríki - Ísland
16:00 Noregur - Ítalía
16:30 Tékkland - Belgía
17:00 Danmörk - Spánn
18:30 Þýskaland - Pólland
18:30 Írland - Svíþjóð
18:45 Holland - Finnland
19:00 England - Frakkland

B-deild:
15:00 Kósovó - Króatía
16:00 Serbía - Slóvakía
17:00 Tyrkland - Aserbaídsjan
17:30 Malta - Bosnía
18:00 Sviss - Ungverjaland
18:05 Skotland - Ísrael
18:15 Wales - Úkraína
19:45 Portúgal - Norður-Írland

C-deild:
13:00 Armenía - Kasakstan
15:00 Eistland - Albanía
15:00 Grikkland - Svartfjallaland
15:00 Makedónía - Moldavía
15:45 Færeyjar - Andorra
16:00 Kýpur - Georgía
16:00 Rúmenía - Búlgaría
16:00 Slóvenía - Lettland
Athugasemdir
banner
banner