Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: 12 ára skoraði fyrir Völsung - Einherji slátraði ÍH
Völsungur er á toppnum með fullt hús
Völsungur er á toppnum með fullt hús
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Völsungur er áfram með fullt hús stiga í 2. deild kvenna eftir að liðið vann 2-0 sigur á Dalvík/Reyni í gær.

Húsvíkingar fara leiktíðina vel af stað. Liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina áður en það mætti Dalvík/Reyni.

Það tók liðið tæpar 80 mínútur að brjóta gestina á bak aftur í leiknum en Krista Eik Harðardóttir gerði fyrra markið áður en Auður Ósk Kristjánsdóttir gulltryggði sigurinn í lokin. Auður var að spila sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk en hún er aðeins 12 ára gömul.

Völsungur er á toppnum með 12 stig eftir fjóra leiki en Dalvík/Reynir, sem er á botninum, er án stiga.

Einherji slátraði ÍH, 8-0, á Vopnafirði. Coni Adelina Ion og Karólína Dröfn Jónsdóttir skoruðu þrennu í leiknum og þá komust þær Claudia Maria Daga Merino og Oddný Karólína Hafsteinsdóttir einnig á blað.

Þetta var annar sigur Einherja á tímabilinu en liðið er með sex stig eftir fjóra leiki á meðan ÍH er í öðru sæti með 9 stig.

Álftanes og KH gerðu 3-3 jafntefli. Eydís María Waagfjörð skoraði tvö fyrir Álftnesinga og þá gerði Ágústa María Valtýsdóttir tvö fyrir KH.

Úrslit og markaskorarar:

Einherji 8 - 0 ÍH
1-0 Coni Adelina Ion ('2 )
2-0 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('3 )
3-0 Coni Adelina Ion ('16 )
4-0 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('35 )
5-0 Claudia Maria Daga Merino ('47 )
6-0 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('53 )
7-0 Coni Adelina Ion ('62 )
8-0 Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('68 )

Völsungur 2 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Krista Eik Harðardóttir ('79 )
2-0 Auður Ósk Kristjánsdóttir ('90 )

Álftanes 3 - 3 KH
1-0 Eydís María Waagfjörð ('29 )
1-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('40 )
2-1 Þóra María Hjaltadóttir ('59 )
2-2 Ágústa María Valtýsdóttir ('82 )
3-2 Eydís María Waagfjörð ('82 )
3-3 Arna Ósk Arnarsdóttir ('88 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 7 6 1 0 39 - 11 +28 19
2.    Völsungur 7 6 0 1 28 - 3 +25 18
3.    KR 6 5 1 0 23 - 4 +19 16
4.    KH 7 5 1 1 16 - 9 +7 16
5.    ÍH 7 5 0 2 38 - 16 +22 15
6.    Einherji 7 4 1 2 16 - 9 +7 13
7.    Fjölnir 6 3 0 3 22 - 12 +10 9
8.    Augnablik 6 3 0 3 17 - 13 +4 9
9.    Sindri 8 2 1 5 13 - 42 -29 7
10.    Álftanes 7 1 1 5 13 - 25 -12 4
11.    Smári 6 0 1 5 4 - 26 -22 1
12.    Vestri 8 0 1 7 4 - 34 -30 1
13.    Dalvík/Reynir 6 0 0 6 6 - 35 -29 0
Athugasemdir
banner
banner