Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   sun 23. júní 2024 14:00
Sölvi Haraldsson
Fyrrum varnarmaður Liverpool útskrifaður af sjúkrahúsi
Mynd: Getty Images

Fyrrum varnarmaður Liverpool, Alan Hansen, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi en þetta tilkynnti félagið á X í dag.


Alan Hansen spilaði 620 leiki fyrir Liverpool yfir 14 ára skeið áður en hann lagði skóna á hilluna árið 1991. Alan vann með Liverpool 8 deildarmeistaratitla, þrjá Evrópubikara og tvo FA bikara.

Hann varð fljótlega sparkspekingur hjá BBC eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Hann var það í yfir 20 ár.

Liverpool gaf út yfirlýsingu í dag þess efnis að hann mun núna snúa heim þar sem hann getur endurhæft sig.

„Alan, Janet, Adam, Lucy og fjölskylda vilja þakka öllum þeim sem hafa sent þeim skilaboð og sýnt þeim ást og stuðning. Þetta hefur hjálpað mjög mikið á þessum erfiðu tímum.“ stendur í yfirlýsingu Liverpool.


Athugasemdir
banner