Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 20:18
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Níu mörk og dramatík í Kópavogi - KR fékk á sig jöfnunarmark í lokin
Haukar eru í toppmálum eftir fjórar umferðir
Haukar eru í toppmálum eftir fjórar umferðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alice Walker skoraði fyrir KR
Alice Walker skoraði fyrir KR
Mynd: KR
Það var háspenna og dramatík er Haukar unnu fjórða leik sinn í 2. deild kvenna í ár en það var Edda Mjöll Karlsdóttir sem gerði sigurmarkið í uppbótartíma í ótrúlegum 5-4 sigri á Augnabliki.

Haukakonur hafa verið sjóðandi heitar í byrjun sumars. Leikmenn skora að vild en það fékk alvöru leik frá Blikunum á Kópavogsvelli.

Augnablik komst í 2-0. Edith Kristín Kristjánsdóttir og Líf Joostdóttir van Bemmel skoruðu tvö á sex mínútum áður en Ana Bral minnkaði muninn níu mínútum síðar.

Staðan í hálfleik 2-1 Augnablik í vil. Melkorka Kristín Jónsdóttir kom þeim aftur í tveggja marka forystu á 50. mínútu en Haukar svöruðu.

Halla Þórdís Svansdóttir svaraði með marki á 54. mínútu áður en Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir jafnaði á 62. mínútu.

Hún gerði annað mark sitt á 82. mínútu og náði þar með að snúa taflinu við en Sunna Kristín Gísladóttir jafnaði fyrir Augnablik þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þegar komið var í uppbótartíma náðu Haukar að knýja fram sigur í gegnum Eddu Mjöll Karlsdóttur og þar við sat. Magnaður 5-4 sigur Hauka sem eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Augnablik með 6 stig.

Sindri og KR gerðu 2-2 jafntefli á Jökulfellsvellinum á Höfn í Hornafirði.

Katla Guðmundsdóttir kom KR á bragðið á 3. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Inna Dimova svaraði á 26. mínútu leiksins en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik.

Markamaskínan Alice Walker kom KR-ingum aftur í forystu á 62. mínútu og var útlit fyrir að KR væri að fara sækja góðan útisigur en Thelma Björg Gunnarsdóttir hélt ekki. Hún jafnaði metin á 88. mínútu og nældi í stig fyrir heimakonur.

Thelma er aðeins 15 ára gömul og var að skora sitt þriðja mark á tímabilinu.

KR er í 3. sæti með 10 stig en Sindri með 4 stig í 8. sæti.

Sindri 2 - 2 KR
0-1 Katla Guðmundsdóttir ('3 , Mark úr víti)
1-1 Inna Dimova ('26 )
1-2 Alice Elizabeth Walker ('62 )
2-2 Thelma Björg Gunnarsdóttir ('88 )

Augnablik 4 - 5 Haukar
1-0 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('21 )
2-0 Líf Joostdóttir van Bemmel ('27 )
2-1 Ana Catarina Da Costa Bral ('36 )
3-1 Melkorka Kristín Jónsdóttir ('50 )
3-2 Halla Þórdís Svansdóttir ('54 )
3-3 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('62 )
3-4 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('82 )
4-4 Sunna Kristín Gísladóttir ('86 )
4-5 Edda Mjöll Karlsdóttir ('91 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 7 6 1 0 39 - 11 +28 19
2.    Völsungur 7 6 0 1 28 - 3 +25 18
3.    KR 6 5 1 0 23 - 4 +19 16
4.    KH 7 5 1 1 16 - 9 +7 16
5.    ÍH 7 5 0 2 38 - 16 +22 15
6.    Einherji 7 4 1 2 16 - 9 +7 13
7.    Fjölnir 6 3 0 3 22 - 12 +10 9
8.    Augnablik 6 3 0 3 17 - 13 +4 9
9.    Sindri 8 2 1 5 13 - 42 -29 7
10.    Álftanes 7 1 1 5 13 - 25 -12 4
11.    Smári 6 0 1 5 4 - 26 -22 1
12.    Vestri 8 0 1 7 4 - 34 -30 1
13.    Dalvík/Reynir 6 0 0 6 6 - 35 -29 0
Athugasemdir
banner
banner