Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 19:21
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Skoraði þrennu í sigri Völsungs - Annar sigur Hattar/Hugins
Jakob Gunnar skoraði þrennu
Jakob Gunnar skoraði þrennu
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Höttur/Huginn vann góðan sigur
Höttur/Huginn vann góðan sigur
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Jakob Gunnar Sigurðsson fór mikinn í 3-1 sigri Völsungs á Haukum í 2. deild karla í dag en hann skoraði öll mörk Húsvíkinga. Höttur/Huginn vann þá annan leik sinn í deildinni er liðið lagði Kormák/Hvöt að velli, 3-1.

Haukar gerðu vel í byrjun leiktíðar og unnu fyrstu tvo leiki sína en hafa ekki náð í sigur í síðustu þremur.

Jakob Gunnar skoraði fyrsta mark Völsung á 41. mínútu áður en hann tvöfaldaði forystuna á 67. mínútu. Hann fullkomnaði þrennu sína með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu áður en Djordje Biberdzic gerði sárabótarmark fyrir Hauka mínútu síðar.

Völsungur, sem var að vinna þriðja leik sinn í röð, er í 3. sæti með 9 stig en Haukar með 8 stig í 5. sæti deildarinnar.

Höttur/Huginn vann annan leik sinn er Kormákur/Hvöt kom í heimsókn á Fellavöll.

Martim Cardoso skoraði opnunarmarkið á 11. mínútu fyrir heimamenn en Papa Tecagne jafnaði undir lok hálfleiksins. Acai Rodriguez, leikmaður Kormáks/Hvatar, varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net á 76. mínútu áður en Heiðar Logi Jónsson gulltryggði heimamönnum sigurinn.

Höttur/Huginn er í 6. sæti með 8 stig en Kormákur/Hvöt með 4 stig í 8. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Höttur/Huginn 3 - 1 Kormákur/Hvöt
1-0 Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso ('11 )
1-1 Papa Diounkou Tecagne ('40 )
2-1 Acai Nauset Elvira Rodriguez ('76 , Sjálfsmark)
3-1 Heiðar Logi Jónsson ('90 )

Haukar 1 - 3 Völsungur
0-1 Jakob Gunnar Sigurðsson ('41 )
0-2 Jakob Gunnar Sigurðsson ('67 )
0-3 Jakob Gunnar Sigurðsson ('84 , Mark úr víti)
1-3 Djordje Biberdzic ('85 )
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 7 6 1 0 17 - 6 +11 19
2.    Víkingur Ó. 8 5 3 0 19 - 7 +12 18
3.    Ægir 8 4 3 1 15 - 9 +6 15
4.    Völsungur 8 4 1 3 17 - 11 +6 13
5.    KFA 8 4 1 3 20 - 17 +3 13
6.    Kormákur/Hvöt 8 3 2 3 8 - 8 0 11
7.    Þróttur V. 8 3 1 4 8 - 14 -6 10
8.    Höttur/Huginn 8 2 3 3 16 - 20 -4 9
9.    Haukar 7 2 2 3 9 - 11 -2 8
10.    KFG 8 2 0 6 8 - 11 -3 6
11.    Reynir S. 8 1 2 5 9 - 22 -13 5
12.    KF 8 1 1 6 8 - 18 -10 4
Athugasemdir
banner
banner