Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 20:25
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Sigurmark Árbæinga kom í uppbótartíma - Víðir lék sér að Hvíta riddaranum
Víðir er með tíu stig
Víðir er með tíu stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árbær vann nauman 1-0 sigur á KV
Árbær vann nauman 1-0 sigur á KV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árbær og Víðir unnu bæði í fimmtu umferð 3. deildar karla í dag.

Jonatan Aaron Belányi skoraði sigurmark Árbæinga í 1-0 sigri á KV á Fylkisvellinum.

SIgurmarkið lét bíða eftir sér en það kom ekki fyrr en á annarri mínútu í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Þriðji sigur Árbæinga í sumar sem eru með 10 stig í 5. sæti en KV aðeins með 3 stig í næst neðsta sæti.

Víðir fór illa með Hvíta riddarann, 6-1, í Garði.

Einar Örn Andrésson skoraði tvö mörk fyrir heimamenn en þeir Elís Már Gunnarsson, David Toro Jimenez, Markús Máni Jónsson og Ísak John Ævarsson náðu einnig að komast á blað. Alexander Aron Tómasson skoraði eina mark Hvíta riddarans.

Víðir er með 10 stig í 3. sæti en Hvíti riddarinn með 6 stig í 9. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Árbær 1 - 0 KV
1-0 Jonatan Aaron Belányi ('90 )

Víðir 6 - 1 Hvíti riddarinn
1-0 Einar Örn Andrésson ('9 )
2-0 Einar Örn Andrésson ('23 )
3-0 Elís Már Gunnarsson ('56 )
4-0 David Toro Jimenez ('58 )
5-0 Markús Máni Jónsson ('70 )
5-1 Alexander Aron Tómasson ('72 )
6-1 Ísak John Ævarsson ('86 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 8 6 1 1 28 - 13 +15 19
2.    Augnablik 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
3.    Víðir 8 5 2 1 31 - 12 +19 17
4.    Árbær 8 4 2 2 18 - 16 +2 14
5.    Magni 8 4 2 2 11 - 11 0 14
6.    Elliði 8 4 1 3 14 - 20 -6 13
7.    Sindri 8 3 0 5 18 - 18 0 9
8.    KFK 8 3 0 5 16 - 22 -6 9
9.    Hvíti riddarinn 8 3 0 5 12 - 21 -9 9
10.    ÍH 8 2 1 5 21 - 26 -5 7
11.    Vængir Júpiters 8 2 1 5 20 - 25 -5 7
12.    KV 8 1 0 7 9 - 27 -18 3
Athugasemdir
banner
banner